Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   lau 02. mars 2024 22:35
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Vinicius Jr bjargaði stigi fyrir Madrídinga - Greenwood skoraði
Vinicius Jr skoraði bæði mörk Real Madrid
Vinicius Jr skoraði bæði mörk Real Madrid
Mynd: EPA
Mason Greenwood hefur komið að ellefu mörkum í La Liga
Mason Greenwood hefur komið að ellefu mörkum í La Liga
Mynd: EPA
Topplið Real Madrid missti af góðu tækifæri til að ná níu stiga forystu á toppi La Liga er liðið gerði 2-2 jafntefli við Valencia á Mestalla-leikvanginum í kvöld.

Madrídingar voru með sex stiga forystu á Girona fyrir leikinn í kvöld en ekki byrjaði það vel fyrir gestina.

Hugo Duro skoraði á 28. mínútu eftir mistök í varnarleik Real Madrid. Fyrirgjöfin kom frá hægri og á fjær þar sem Fran Perez var klár í skot. Það var arfaslakt en varð að geggjaðri sendingu á hausinn á Duro sem stangaði boltann í netið.

Valencia-menn nýttu sér meðbyrinn og bættu við öðru í kjölfarið en það kom eftir ömurlega sendingu Dani Carvajal til baka. Roman Yeremchuk komst inn í sendinguna, fór framhjá Kepa og skoraði.

Madrídingar komu til baka. Brasilíumaðurinn Vinicius Jr minnkaði muninn undir lok hálfleiks og jafnaði síðan metin þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, en sigurmarkið kom ekki. Jude Bellingham fékk hins vegar að líta rauða spjaldið seint í uppbótartíma og gæti því verið á leið í þriggja leikja bann.

Real Madrid er því á toppnum með sjö stiga forystu og getur Girona því saxað á forskotið á morgun niður í fjögur stig.

Englendingurinn Mason Greenwood skoraði annað mark Getafe í 3-3 jafntefli gegn Las Palmas.

Greenwood hefur nú skorað sex deildarmörk og gefið fimm stoðsendingar á tímabilinu. Hann er á láni frá Manchester United, en óvíst er hvort hann eigi framtíð hjá félaginu. La Liga hentar honum alla vega vel og er hann þegar farinn að vekja áhuga stórliðs Barcelona.

Úrslit og markaskorarar:

Getafe 3 - 3 Las Palmas
1-0 Jaime Mata ('11 )
2-0 Mason Greenwood ('14 )
2-1 Sandro Ramirez ('35 )
3-1 Nemanja Maksimovic ('45 )
3-2 Sergi Cardona ('50 )
3-3 Munir El Haddadi ('57 )

Rayo Vallecano 1 - 1 Cadiz
1-0 Florian Lejeune ('89 )
1-1 Javier Hernandez ('90 )

Valencia 2 - 2 Real Madrid
1-0 Hugo Duro ('27 )
2-0 Roman Yaremchuk ('30 )
2-1 Vinicius Junior ('45 )
2-2 Vinicius Junior ('76 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 11 3 2 6 9 12 -3 11
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Oviedo 11 2 2 7 7 19 -12 8
20 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
Athugasemdir
banner
banner