Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 02. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ræningjar réðust inn á heimili Ashley Cole
Ashley Cole.
Ashley Cole.
Mynd: Getty Images
Ashley Cole lenti í leiðinlegri lífsreynslu þegar ræningjar réðust inn á heimili hans í janúar síðastliðnum, en fjölmiðlar á Bretlandi hafa fjallað um atburðinn síðustu daga.

Cole er einn besti bakvörður sem leikið hefur í ensku úrvalsdeildinni. Hann gerði garðinn frægann með Arsenal og Chelsea, en hann lagði skóna á hilluna eftir dvöl hjá Derby County í fyrra.

The Sun fjallar um málið og vitnar í heimildarmann sem segir að Cole hafi verið bundinn við stól og hótað á meðan ráninu stóð. Það er ekki búið að sanna að það hafi gerst.

Cole komst óslasaður frá ráninu en var mjög brugðið.

Ránið átti sér stað að kvöldi til 21. janúar á þessu ári, en lögreglan leitar enn að ræningjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner