Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 02. apríl 2023 11:45
Aksentije Milisic
Ten Hag: Bruno átt frábært tímabil - Leiðtogi og fyrirmynd
Mynd: EPA

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hrósaði Portúgalanum Bruno Fernandes á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Newcastle sem hefst í dag klukkan 15:30.


Bruno hefur verið með fyrirliðabandið í mörgum leikjum Man Utd í vetur en hann er varafyrirliði á eftir Harry Maguire. Bruno hefur spilað vel undir stjórn Hollendingsins en hann var, eins og svo margir aðrir leikmenn, mikið gagnrýndur fyrir spilamennsku sína á síðustu leiktíð.

Það hefur verið allt annað að sjá kappann á þessu tímabili en hann er potturinn og pannan í sóknarleik Man Utd.

„Bruno er frábær. Hann hefur átt frábært tímabil til þessa og hann er fyrirmynd,” sagði Ten Hag.

„Ég er ótrúlega ánægður með hann og mér finnst hann hafa bætt sig ótrúlega mikið eftir því sem liðið hefur á tímabilið, ég vona að hann getur haldið því áfram. Hann gefur liðinu ótrúlega mikla orku.”

„Hann tekur ábyrgð og dregur liðið áfram. Þegar við erum með boltann, þá er hann alltaf laus og tilbúinn í að fá hann. Hann er alltaf til staðar fyrir manninn sem er með boltann og hann finnur nánast alltaf réttu lausnina.”

United á erfiðan leik fyrir höndum á eftir fyrir norðan en liðið er með þremur stigum meira heldur en Newcastle eins og stendur.


Athugasemdir
banner