Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   sun 02. maí 2021 22:19
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var bara erfiður. Keflvíkingar voru sterkir með karlmannslið og létu finna vel fyrir sér en við byrjuðum leikinn rosalega vel. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér vera frábærar. Við létum boltann ganga vel en eftir að við skoruðum þá gáfum við aðeins eftir og seinni hálfleikur var bara erfiður fyrir okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leik sinna manna í kvöld þegar Víkingar lögðu Keflavík 1-0 í Víkinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Víkingar eru komnir á blað með sigrinum og þurfa því ekki ólíkt undanförnum tímabilum að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum. Er það léttir fyrir Arnar?

„Já það er það. Það hafa verið þroskamerki á liðinu í vetur og eigum jafnan leik á móti KR og jafnan leik á móti Val og unnið svona leiki 1-0 sem við höfum misst niður í jafntefli eða jafnvel tapað. En við sýndum karakter. Keflavík voru mjög physical í seinni hálfleik og ekkert yfir því að kvarta “

Fyrirliði Víkinga Sölvi Geir Ottesen skilaði góðu dagsverki í vörninni og kórónaði sinn leik með sigurmarkinu. Hann lá þó nokkrum sinnum í grasinu og þurfti aðhlynningu. Um Sölva sagði Arnar.

„Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum það er nokkuð ljóst. Hann er alltaf að drepast fyrir leiki, á meðan á leik stendur og eftir leiki. En eins og ég hef oft sagt hann er bara stríðsmaður. Kári meiðist og hann þurfti bara að gjöra svo vel að bryðja nokkrar töflur og standa sína plikt sem hann gerði bara eins og sannur stríðsmaður.“

Allt viðtalið við Arnar má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner