Amorim vill að Quenda verði keyptur - West Ham hefur áhuga á Harwood-Bellis - Hár verðmiði á Branthwaite
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
   sun 02. maí 2021 22:19
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var bara erfiður. Keflvíkingar voru sterkir með karlmannslið og létu finna vel fyrir sér en við byrjuðum leikinn rosalega vel. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér vera frábærar. Við létum boltann ganga vel en eftir að við skoruðum þá gáfum við aðeins eftir og seinni hálfleikur var bara erfiður fyrir okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leik sinna manna í kvöld þegar Víkingar lögðu Keflavík 1-0 í Víkinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Víkingar eru komnir á blað með sigrinum og þurfa því ekki ólíkt undanförnum tímabilum að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum. Er það léttir fyrir Arnar?

„Já það er það. Það hafa verið þroskamerki á liðinu í vetur og eigum jafnan leik á móti KR og jafnan leik á móti Val og unnið svona leiki 1-0 sem við höfum misst niður í jafntefli eða jafnvel tapað. En við sýndum karakter. Keflavík voru mjög physical í seinni hálfleik og ekkert yfir því að kvarta “

Fyrirliði Víkinga Sölvi Geir Ottesen skilaði góðu dagsverki í vörninni og kórónaði sinn leik með sigurmarkinu. Hann lá þó nokkrum sinnum í grasinu og þurfti aðhlynningu. Um Sölva sagði Arnar.

„Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum það er nokkuð ljóst. Hann er alltaf að drepast fyrir leiki, á meðan á leik stendur og eftir leiki. En eins og ég hef oft sagt hann er bara stríðsmaður. Kári meiðist og hann þurfti bara að gjöra svo vel að bryðja nokkrar töflur og standa sína plikt sem hann gerði bara eins og sannur stríðsmaður.“

Allt viðtalið við Arnar má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner