Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 02. maí 2021 22:19
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var bara erfiður. Keflvíkingar voru sterkir með karlmannslið og létu finna vel fyrir sér en við byrjuðum leikinn rosalega vel. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér vera frábærar. Við létum boltann ganga vel en eftir að við skoruðum þá gáfum við aðeins eftir og seinni hálfleikur var bara erfiður fyrir okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leik sinna manna í kvöld þegar Víkingar lögðu Keflavík 1-0 í Víkinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Víkingar eru komnir á blað með sigrinum og þurfa því ekki ólíkt undanförnum tímabilum að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum. Er það léttir fyrir Arnar?

„Já það er það. Það hafa verið þroskamerki á liðinu í vetur og eigum jafnan leik á móti KR og jafnan leik á móti Val og unnið svona leiki 1-0 sem við höfum misst niður í jafntefli eða jafnvel tapað. En við sýndum karakter. Keflavík voru mjög physical í seinni hálfleik og ekkert yfir því að kvarta “

Fyrirliði Víkinga Sölvi Geir Ottesen skilaði góðu dagsverki í vörninni og kórónaði sinn leik með sigurmarkinu. Hann lá þó nokkrum sinnum í grasinu og þurfti aðhlynningu. Um Sölva sagði Arnar.

„Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum það er nokkuð ljóst. Hann er alltaf að drepast fyrir leiki, á meðan á leik stendur og eftir leiki. En eins og ég hef oft sagt hann er bara stríðsmaður. Kári meiðist og hann þurfti bara að gjöra svo vel að bryðja nokkrar töflur og standa sína plikt sem hann gerði bara eins og sannur stríðsmaður.“

Allt viðtalið við Arnar má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner