Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 02. maí 2021 22:19
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var bara erfiður. Keflvíkingar voru sterkir með karlmannslið og létu finna vel fyrir sér en við byrjuðum leikinn rosalega vel. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér vera frábærar. Við létum boltann ganga vel en eftir að við skoruðum þá gáfum við aðeins eftir og seinni hálfleikur var bara erfiður fyrir okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leik sinna manna í kvöld þegar Víkingar lögðu Keflavík 1-0 í Víkinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Víkingar eru komnir á blað með sigrinum og þurfa því ekki ólíkt undanförnum tímabilum að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum. Er það léttir fyrir Arnar?

„Já það er það. Það hafa verið þroskamerki á liðinu í vetur og eigum jafnan leik á móti KR og jafnan leik á móti Val og unnið svona leiki 1-0 sem við höfum misst niður í jafntefli eða jafnvel tapað. En við sýndum karakter. Keflavík voru mjög physical í seinni hálfleik og ekkert yfir því að kvarta “

Fyrirliði Víkinga Sölvi Geir Ottesen skilaði góðu dagsverki í vörninni og kórónaði sinn leik með sigurmarkinu. Hann lá þó nokkrum sinnum í grasinu og þurfti aðhlynningu. Um Sölva sagði Arnar.

„Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum það er nokkuð ljóst. Hann er alltaf að drepast fyrir leiki, á meðan á leik stendur og eftir leiki. En eins og ég hef oft sagt hann er bara stríðsmaður. Kári meiðist og hann þurfti bara að gjöra svo vel að bryðja nokkrar töflur og standa sína plikt sem hann gerði bara eins og sannur stríðsmaður.“

Allt viðtalið við Arnar má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner