Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   sun 02. maí 2021 22:19
Sverrir Örn Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var bara erfiður. Keflvíkingar voru sterkir með karlmannslið og létu finna vel fyrir sér en við byrjuðum leikinn rosalega vel. Fyrstu 30 mínúturnar fannst mér vera frábærar. Við létum boltann ganga vel en eftir að við skoruðum þá gáfum við aðeins eftir og seinni hálfleikur var bara erfiður fyrir okkur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga um leik sinna manna í kvöld þegar Víkingar lögðu Keflavík 1-0 í Víkinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

Víkingar eru komnir á blað með sigrinum og þurfa því ekki ólíkt undanförnum tímabilum að bíða lengi eftir fyrsta sigrinum. Er það léttir fyrir Arnar?

„Já það er það. Það hafa verið þroskamerki á liðinu í vetur og eigum jafnan leik á móti KR og jafnan leik á móti Val og unnið svona leiki 1-0 sem við höfum misst niður í jafntefli eða jafnvel tapað. En við sýndum karakter. Keflavík voru mjög physical í seinni hálfleik og ekkert yfir því að kvarta “

Fyrirliði Víkinga Sölvi Geir Ottesen skilaði góðu dagsverki í vörninni og kórónaði sinn leik með sigurmarkinu. Hann lá þó nokkrum sinnum í grasinu og þurfti aðhlynningu. Um Sölva sagði Arnar.

„Sölvi hefur það aldrei gott í skrokknum það er nokkuð ljóst. Hann er alltaf að drepast fyrir leiki, á meðan á leik stendur og eftir leiki. En eins og ég hef oft sagt hann er bara stríðsmaður. Kári meiðist og hann þurfti bara að gjöra svo vel að bryðja nokkrar töflur og standa sína plikt sem hann gerði bara eins og sannur stríðsmaður.“

Allt viðtalið við Arnar má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner