sun 02. maí 2021 15:51
Victor Pálsson
Schmeichel ræddi við Tómas og Eið: Fáránlegt að sumum finnist þetta í lagi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, goðsögn Manchester United, var gestur hjá Símanum í dag fyrir leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

Schmeichel er einn besti markvörður í sögu úrvalsdeildarinnar en hann hefur áður rætt við Tómas Þór Þórðarson og félaga hjá Símanum.

Leiknum hefur verið frestað um óákveðinn tíma eftir að mótmæli brutust út á Old Trafford þar sem margir gerðu sér leið beint inn á völlinn.

Schmeichel ræddi þetta mál ítarlega í samtali við Tómas og Eið Smára og var augljóslega í töluverðu uppnámi eins og aðrir.

Stuðningsmenn eru að mótmæla eigendum félagsins, Glazer fjölskyldunni, en ástand Man Utd hefur alls ekki batnað eftir komu Bandaríkjamannana.

Nýlega ákváðu eigendurnir að gefa grænt ljós á að ganga í Ofurdeild Evrópu en sú ákvörðun var síðar tekin til baka.

„Ég var betri þegar ég vaknaði, ég var spenntur fyrir leiknum. Þetta er stærsti leikur veraldar fyrir mig, Manchester United gegn Liverpool," sagði Schmeichel.

.,Nú er þessi klikkaða staða komin upp á Old Trafford þar sem leikurinn á að fara fram bráðlega en liðin eru enn upp á hóteli, þau eru ekki einu sinni á vellinum. Það er ekki frábært."

„Ég tel að Ofurdeildin sé ástæðan á bakvið þetta og pirring stuðningsmanna sem þeir hafa verið með gagnvart eigendum liðsins í mörg ár."

Schmeichel varð var við þessi áform um mótmæli á netinu en hann hefur tekið þátt í umræðum þar í gegnum tíðina.

Talað var um að mótmælin ættu að vera í rólegri kantinum en annað kom svo sannarlega í ljós.

„Það var beðið um friðsæl mótmæli gegn eigendunum en þetta hefur verið allt annað en það. Það er fáránlegt að sumum finnist í lagi að ganga inn á völlinn og eru þar að setja tilganginn sjálfan í mikla hættu."

Nánar er rætt við Schmeichel hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner