Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   lau 02. júní 2018 18:16
Elvar Geir Magnússon
Sterkt byrjunarlið Íslands - Frederik Schram í markinu
Kári Árnason með fyrirliðabandið
Icelandair
Frederik Schram.
Frederik Schram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason er fyrirliði.
Kári Árnason er fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram er í marki Íslands í kvöld í leiknum gegn Noregi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli og er hann hvíldur í leiknum.

Frederik fær því stórt tækifæri en þjálfarateymi íslenska landsliðsins er mjög hrifið af þessum 23 ára markverði sem spilar fyrir Roskilde í dönsku B-deildinni.

Sjá einnig:
Frederik Schram: Kom skemmtilega á óvart að vera valinn

Annars er byrjunarlið Íslands í kvöld mjög sterkt. Varnarlínan sem byrjar væntanlega gegn Argentínu á HM hefur leik.

Birkir Bjarnason er á miðri miðjunni og við hlið hans Emil Hallfreðsson. Rúrik Gíslason og Jóhann Berg Guðmundsson eru á köntunum.

Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson eru saman í fremstu víglínu.

Aron Einar Gunnarsson spilar ekki í kvöld en Gylfi Þór Sigurðsson er á bekknum og spennandi að sjá hvort hann komi við sögu. Gylfi er að stíga upp úr meiðslum en Heimir Hallgrímsson tilkynnti í gær að hann væri leikfær.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum


Athugasemdir
banner
banner