Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 02. júní 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Segist hafa sett Íslandsmet í að halda bolta á lofti
Leikmaður heldur bolta á lofti.
Leikmaður heldur bolta á lofti.
Mynd: Magnús Már Einarsson
Knútur Haukstein Ólafsson, 27 ára Skagamaður, segist hafa sett Íslandsmet í að halda á lofti á dögunum. Skagafréttir segja frá þessu í dag.

„Ég hélt boltanum á lofti í 1 klukkutíma og 44 mínútur. Og snertingarnar voru í það minnsta 11.582,“ segir Knútur Haukstein Ólafsson við Skagafréttir. en hann hélt bolta á lofti í íþróttahúsinu við Jaðarsbakka.

Slík met eru ekki skráð hjá Knattspyrnusambandi Íslands en Knútur segir að hann sé methafi þangað til að annar Íslendingur slær þetta met.

Heimsmetið í því að halda bolta á lofti á Milene Domingues frá Brasilíu. Hún hélt boltanum á lofti í 9 klukktíma og 6 mínútur. Á þeim tíma náði hún 55.198 snertingum.

Lesa má viðtal við Knút á vef Skagafrétta
Athugasemdir
banner
banner
banner