Dortmund vill ekki Sancho - Liverpool hefur áhuga á Rodrygo ef Salah fer - Messi gæti misst af úrslitaleik
   fös 02. júní 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lingard félagslaus eftir að hafa ollið miklum vonbrigðum
Jesse Lingard.
Jesse Lingard.
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard er á meðal sex leikmanna sem fá ekki áframhaldandi samning hjá Nottingham Forest.

Lingard skrifaði undir eins árs samning við Forest í fyrra og varð launahæstur hjá félaginu þar sem hann fékk 120 þúsund pund í vikulaun.

Félagaskiptin voru hins vegar ein þau verstu í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu sem var að líða þar sem Lingard olli miklum vonbrigðum í búningi Forest.

Hann missti sæti sitt í liðinu og spilaði aðeins 60 mínútur í deildinni eftir áramót.

Lingard þarf núna að finna sér nýtt félag en Andre Ayew, Cafu, Jack Colback, Jordan Smith og Lyle Taylor fá heldur ekki nýjan samning.

Forest náði að bjarga sér og verður í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner