Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 02. júlí 2022 16:31
Brynjar Ingi Erluson
Hákon og Ísak léku sér að Feyenoord - Jón Daði skoraði í sigri
Æskuvinirnir ætla greinilega að mæta með læti inn í nýtt tímabil
Æskuvinirnir ætla greinilega að mæta með læti inn í nýtt tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Daði byrjar undirbúningstímabilið af krafti
Jón Daði byrjar undirbúningstímabilið af krafti
Mynd: Getty Images
Íslendingalið FCK gjörsamlega keyrði yfir hollenska félagið Feyenoord, 7-0, í æfingaleik í dag en Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komust báðir á blað. Þá skoraði Jón Daði Böðvarsson fyrir Bolton Wanderers.

Hákon Arnar, sem átti frábæran lokasprett með FCK á síðasta tímabili, var í byrjunarliði FCK í dag. Hann átti þátt í þremur mörkum liðsins.

Hann gerði þriðja markið og átti svo stóran þátt í sjötta markinu er hann sendi boltann á Ísak Bergmann lagði boltann fyrir William Boving sem skoraði.

Ísak gerði svo sjöunda markið og auðvitað var það besti vinur hans, Hákon, sem lagði það upp. Glæsilegur 7-0 sigur og undirbúningstímabilið fer vel af stað. Orri Steinn Óskarsson kom inná sem varamaður í leiknum.

Aron Sigurðarson og Aron Elís Þrándarson komu báðir við sögu er Horsens vann OB 3-1 í æfingaleik.

Atli Barkarson og Ísak Óli Ólafsson mættust þá er SönderyskE og Esbjerg gerðu 1-1 jafntefli. Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby unnu 2-0 sigur á Nykobing.

Stefán Teitur Þórðarson var þá í liði Silkeborg sem lagði St. Pauli að velli, 2-0.

Guðlaugur Victor spilaði hálfleik í stórsigri og Jón Daði á skotskónum

Guðlaugur Victor Pálsson og hans menn í Schalke unnu 7-0 stórsigur á Lohne. Guðlaugur spilaði fyrri hálfleikinn en Schalke undirbýr sig fyrir endurkomu í efstu deild.

Jón Daði Böðvarsson gerði annað mark Bolton Wanderers í 3-1 sigri á Chorley. Hann gerði mark sitt með skalla undir lok fyrri hálfleiks en honum var skipt af velli í hálfleik.

Sverrir Ingi Ingason var í liði PAOK sem tapaði 2-1 fyrir Groningen í æfingaleik og þá lék Jóhann Berg Guðmundsson í 1-0 sigri Burnley á Rochdale í gær.

Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður USL-deildarinnar í Bandaríkjunum, spilaði allan leikinn í 3-1 tapi Oakland Roots gegn varaliði Los Angeles Galaxy í nótt. Oakland er í 9. sæti Vestur-deildarinnar.

Ögmundur Kristinsson stóð í marki Olympiacos í 3-1 tapi gegn Arminia Bielefeld í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner