Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 02. ágúst 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Dvöl mín hjá PSG var mjög jákvæð
Pochettino ætlar að nýta næstu mánuði til að fara ítarlega yfir tíma sinn hjá PSG og greina möguleg mistök. Eftir það mun hann leita sér að nýju starfi.
Pochettino ætlar að nýta næstu mánuði til að fara ítarlega yfir tíma sinn hjá PSG og greina möguleg mistök. Eftir það mun hann leita sér að nýju starfi.
Mynd: EPA

Mauricio Pochettino gaf ítarlegt viðtal við Infobae þar sem hann fór víðan völl og ræddi meðal annars dvöl sína hjá Paris Saint-Germain.


Pochettino var ráðinn til PSG á miðju tímabili, 2. janúar 2021, og vann bæði franska Ofurbikarinn og franska bikarinn á fyrstu sex mánuðunum við stjórnvölinn.

Markmið PSG hefur þó alltaf verið að vinna Meistaradeildina og ekki tókst það undir stjórn Pochettino. 2021 komst PSG í undanúrslit en tapaði þar fyrir Manchester City og í vor datt stórveldið út gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum eftir ótrúlegan seinni leik á Santiago Bernabeu. Þar var það þrenna sem Karim Benzema skoraði á sautján mínútum í seinni hálfleik sem eyðilagði drauma PSG og sneri samanlagðri stöðu viðureignarinnar úr 0-2 í 3-2.

„Ég held að dvöl mín hjá félaginu hafi verið mjög jákvæð. Við unnum bikarinn, Ofurbikarinn og deildina á einu og hálfu ári en það var ekki nóg. Markmið PSG er að vinna Meistaradeildina," sagði Pochettino meðal annars, og ræddi svo um bestu leikmenn heims.

„Að mínu mati er Messi bestur í heimi án nokkurs vafa. Þar á eftir er klárt mál að Mbappe kemur til greina."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner