Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   fös 02. ágúst 2024 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer Jón Daði í KR?
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Gísli Þorkelsson er líka orðaður við KR.
Sveinn Gísli Þorkelsson er líka orðaður við KR.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KR fagnar marki í sumar.
KR fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson æfði með KR í gær en heyrst hafa sögur þess efnis að hann sé á leið í Vesturbæinn. Jón Daði hefur einnig æft með uppeldisfélagi sínu, Selfossi, síðustu daga.

Jón Daði, sem á að baki 64 landsleiki fyrir Ísland, er án félags eftir að hafa yfirgefið enska félagið Bolton fyrr í sumar. Hann hefur leikið á Englandi frá 2016 með Wolves, Reading, Millwall og nú síðast Bolton.

Fótbolti.net ræddi við Pálma Rafn Pálmason, þjálfara KR, í dag og spurði hann út í það hvort Jón Daði væri á leið í Vesturbæinn.

„Ef Jón Daði ætlar að spila á Íslandi, þá er það auðvitað leikmaður á því kalíberi sem við myndum 100 prósent vera áhugasamir um að skoða. Hann er risa leikmaður og prófíll, og bara frábær drengur. Svo vitum við ekkert enn hvort að hann verði á Íslandi eða hvað. Það væri vissulega styrkur að fá þannig leikmann inn," sagði Pálmi Rafn.

„Hann hoppaði inn á æfingu með okkur í gær en það var meira til að halda sér í standi og byrja aftur í fótbolta eftir smá frí. Það er ekkert óvenjulegt að menn sem eru að spila úti komi á æfingar. Það er ekki enn neinn undanfari að því að hann sé að koma til okkar."

Jón Daði sagði við Fótbolta.net í í maí að hann og fjölskyldunni langaði virkilega að koma heim. „En að sama skapi viljum við vera kannski örlítið í viðbót erlendis. Það styttist allavega í að við förum að flytja heim," sagði Jón Daði og bætti við að það væri ólíklegt að hann færi heim í sumar, en þó myndi hann ekki loka neinum dyrum.

Nauðsynlegt að fá leikmenn inn
KR hefur átt erfitt tímabil og er í fallbaráttu í Bestu deildinni. Pálmi segir að það sé klárlega verið að skoða það að styrkja liðið. KR er búið að semja við Ástbjörn Þórðarson og Gyrði Hrafn Guðbrandsson og vonast til að kaupa þá núna í glugganum. Þeir eru báðir á mála hjá FH en möguleiki er að Kristján Flóki Finnbogason fari í hina áttina ef þeir skipta núna í glugganum.

Þá er Sveinn Gísli Þorkelsson, varnarmaður Víkings, á óskalista KR samkvæmt heimildum Fótbolta.net en hann hefur einnig verið orðaður við Fylki.

„Það er ekkert í hendi en ég vona að við fáum inn leikmenn. Við verðum helst að fá leikmenn þar sem við höfum verið óheppnir með meiðsli. Upp á að vera með sterkan hóp og sterkan varamannabekk, þá er það nauðsynlegt að fá einhverja leikmenn inn. Við getum ekki einungis verið með unglinga á bekknum," sagði Pálmi.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fótbolta.net á dögunum að málin væru í skoðun hjá félaginu varðandi að styrkja leikmannahópinn. „Við gerum okkur grein fyrir því að liðið er í alvarlegri stöðu og við erum bara að skoða okkar mál," sagði formaðurinn.
Athugasemdir
banner