Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 02. september 2024 11:24
Elvar Geir Magnússon
Olnbogaskot og kjaftshögg í Hafnarfirði - Sent á borð aganefndar?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mönnum var heitt í hamsi í viðureign FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í gær. Böðvar Böðvarsson leikmaður FH og Guðmundur Kristjánsson leikmaður Stjörnunnar voru stálheppnir að fá ekki að líta rauða spjaldið.

Í Stúkunni á Stöð 2 Sport var sýnt frá því þegar Böddi notaði olnbogann í baráttunni við Guðmund sem svaraði með kjaftshöggi.

Pétur Guðmundsson dómari hefur ekki séð atvikið en líklegt er að því verði vísað á borð aganefndar KSÍ.

Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Stjarnan

„Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta. Þetta er rosalegt," sagði Atli Viðar Björnsson í Stúkunni.

„Auðvitað eru þeir báðir dauðfegnir. Það er engin önnur rétt niðurstaða en að þeir fari báðir í sturtu. Mér er svo misboðið."


Heimir Guðjóns: Eru það þá ekki bara sérfræðingarnir sem meta það?
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner