Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
   fös 02. október 2020 17:01
Elvar Geir Magnússon
Stefán Teitur á leið í atvinnumennsku erlendis
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Stefán Teitur Þórðarson, leikmaður ÍA og U21 landsliðsins, er að öllum líkindum á leiðinni í atvinnumennsku erlendis.

„Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns, í samtali við Fótbolta.net.

Stefán hefur verið orðaður við Íslandsmeistara KR en það stefnir í að hans næsta skref á ferlinum verði utan landsteinana.

Sparkspekingurinn Hjörvar Hafliðason segist hafa heimildir fyrir því að Stefán Teitur fari til Silkeborgar í Danmörku,

„Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað," skrifaði Hjörvar á Twitter.

Silkeborg féll úr dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og leikur í dönsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner