Þóroddur Hjaltalín mun taka við sem dómarastjóri KSÍ um mánaðamótin en Magnús Már Jónsson, sem hóf störf sem dómarastjóri hjá KSÍ þann 1. júlí árið 2007, er að láta af störfum.
Þóroddur hefur verið starfsmaður í dómaramálum hjá KSÍ síðan snemma árs 2022 en hann á að baki langan feril sem dómari og eftirlitsmaður, á innlendum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi.
Þá sat um hann um skeið í stjórn KSÍ og var formaður dómaranefndar.
Þóroddur hefur verið starfsmaður í dómaramálum hjá KSÍ síðan snemma árs 2022 en hann á að baki langan feril sem dómari og eftirlitsmaður, á innlendum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi.
Þá sat um hann um skeið í stjórn KSÍ og var formaður dómaranefndar.
Fljótlega verður ráðið í nýtt stöðugildi í dómaramálum. Starfsmaðurinn sem ráðinn verður í nýja stöðugildið mun starfa á innanlandssviði með dómarastjóra og öðrum hjá KSÍ við að sinna almennri vinnu við dómaramál.
Athugasemdir