Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 10:29
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd telur sig geta fengið Hjulmand á 50 milljónir - Yildiz til Real Madrid?
Powerade
Fer Morten Hjulmand til Man Utd?
Fer Morten Hjulmand til Man Utd?
Mynd: EPA
Real Madrid er reiðubúið að greiða 100 milljónir evra fyrir Yildiz
Real Madrid er reiðubúið að greiða 100 milljónir evra fyrir Yildiz
Mynd: EPA
Powerade-slúðurpakki dagsins er léttur og laggóður að þessu sinni, en Man Utd kemur nokkrum sinnum fyrir og þá er Real Madrid reiðubúið að opna veskið fyrir tyrkneska leikmanninn Kenan Yildiz, sem er á mála hjá Juventus.

Chelsea gæti sparað sér 52 milljónir punda ef það bíður með að sækja franska miðvörðinn Dayot Upamecano (26) fram að sumri. Upamecano verður samningslaus eftir tímabilið, en Chelsea gæti tapað baráttunni ef Bayern ákveður að selja leikmanninn í janúar. Liverpool er meðal félaga sem hefur áhuga. (Football.London)

Man Utd er fullvisst um að geta landað Morten Hjulmand (26), miðjumanni Sporting, á 50 milljónir punda þrátt fyrir að riftunarákvæði hans nemur um 70 milljónum. (Teamtalk)

United er einnig að fylgjast með stöðu Aleksandar Pavlovic (21), leikmanni Bayern München í Þýskalandi. (Caught Offside)

Real Madrid er viljugt til að greiða 100 milljónir evra til að fanga Kenan Yildiz (20), sóknarmann Juventus á Ítalíu. (Fichajes)

Fulham er reiðubúið að leggja auka púður í að framlengja samning Marco Silva til að koma í veg fyrir að Portúgalinn yfirgefi félagið í lok tímabils. (Football Insider)

Man City, Chelsea og Man Utd eru meðal félaga sem hafa áhuga á Said El Mala (19), leikmanni Köln. (Sport1)

Gabriel Jesus (28), framherji Arsenal, vill vera áfram hjá félaginu að minnsta kosti fram að samningslokum, en samningur hans rennur út árið 2027. (ESPN)

Félagaskipti Christantus Uche (22) til Crystal Palace verða aðeins gerð varanleg ef leikmaðurinn spilar tíu leiki eða meira. Hann kom til Palace á láni frá Getafe í sumar. (Sport)
Athugasemdir
banner