Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
Fótbolti.net hefur valið Valdimar Þór Ingimundarson úr Víkingi besta leikmann Bestu deildarinnar 2025. Valið var opinberað í útvarpsþættinum þar sem tímabilið var gert upp.
„Valdimar er búinn að vera frábær fyrir Víkingsliðið frá fyrstu mínútu en var svolítið lengi í gang þegar kom að því að skora og skapa. En, þegar að það datt inn reykspólaði hann fram úr öllum þegar kemur að umræðu um besta leikmann deildarinnar," segir Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
„Valdimar er búinn að vera frábær fyrir Víkingsliðið frá fyrstu mínútu en var svolítið lengi í gang þegar kom að því að skora og skapa. En, þegar að það datt inn reykspólaði hann fram úr öllum þegar kemur að umræðu um besta leikmann deildarinnar," segir Tómas Þór Þórðarson, umsjónarmaður útvarpsþáttarins Fótbolti.net.
Valdimar hefur skorað níu mörk í Bestu deildinni í sumar.
„Það eru ekki bara snúningarnir og tæknin sem gera hann að skrímsli inn á vellinum heldur óbilandi dugnaður. Hann spilar sem fremsti maður en er hlaupandi úr sér lifur og lungu í 90 mínútur plús alla leiki."

Sjá einnig:
Bestur 2024 - Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Bestur 2023 - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
Bestur 2022 - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Bestur 2021 - Kári Árnason (Víkingur)
Bestur 2020 - Steven Lennon (FH)
Bestur 2019 - Óskar Örn Hauksson (KR)
Bestur 2018 - Patrick Pedersen (Valur)
Bestur 2017 - Andri Rúnar Bjarnason (Grindavík)
Bestur 2016 - Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Bestur 2015 - Emil Pálsson (FH)
Bestur 2014 - Ingvar Jónsson (Stjarnan)
Bestur 2013 - Baldur Sigurðsson (KR)
Bestur 2012 - Freyr Bjarnason (FH)
Bestur 2011 - Hannes Þór Halldórsson (KR)
Athugasemdir


