Sean Dyche stýrði Nottingham Forest í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið fékk Porto í heimsókn í Evrópudeildinni. Liðið fékk vítaspyrnu eftir tuttugu mínútna leik og Morgan Gibbs-White skoraði úr henni og kom Forest yfir.
Jan Bednarek kom boltanum í netið snemma í seinni hálfleik og hélt að hann væri búinn að jafna metin en markið var dæmt af þar sem Samu Aghehowa var dæmdur rangstæður.
Þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma fékk Nicolo Savona gult spjald fyrir dýfu en dómarinn skoraði atvikið í VAR og tók spjaldið til baka og Forest fékk aðra vítaspyrnu. í þetta sinn steig Igor Jesus á punktinn og skoraði með skoti á mitt markið og innsiglaði sigur Forest. Nottingham Forest er með fjögur stig en Porto sex.
Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos þegar liðið tapaði gegn Feyenoord eftir að hafa komist yfir. Panathinaikos er með þrjú stig. Hákon Arnar Haraldsson kominn á í blákokin í tapi gegn PAOK. PAOK var með 3-0 forystu í hálfleik en Lille beit frá sér í seinni hálfleik en tapaði að lokum 4-3. Benjamin Andre skoraði fyrir Lille í blálokin en markið var dæmt af. Lille er með sex stig.
Elías Rafn Ólafsson var í markinu þegar Midtjylland vann öruggan sigur gegn Maccabi Tel Aviv. Malmö gerði jafntefli gegn Dinamo Zagreb en Daníel Tristan Guðjohnsen tók út leikbann og Arnór Sigurðsson var fjarverandi vegna meiðsla. Kolbeinn Finnsson var ónotaður varamaður þegar Utrecht tapaði gegn Freiburg. Midtjylland er á toppnum með níu stig, Malmö er með eitt stig og Utrecht án stiga.
Roma tapaði óvænt gegn Viktoria Plzen og Celtic lagði Strum Graz. Celtic er með fjögur stig og Roma með þrjú stig. Strum Graz er einnig með þrjú stig og Plzen með sjö.
Celtic 2 - 1 Sturm
0-1 Tomi Horvat ('15 )
1-1 Liam Scales ('61 )
2-1 Benjamin Nygren ('64 )
Rautt spjald: Tochi Chukwuani, Sturm ('70)
Roma 2 - 2 Plzen
0-1 Prince Kwabena Adu ('20 )
0-2 Cheick Oumar Souare ('22 )
1-2 Paulo Dybala ('54 , víti)
Nott. Forest 2 - 0 Porto
1-0 Morgan Gibbs-White ('19 , víti)
2-0 Igor Jesus ('77 , víti)
Maccabi Tel Aviv 0 - 3 Midtjylland
0-1 Franculino ('44 )
0-2 Philip Billing ('71 )
0-3 Franculino ('84 )
Lille 3 - 4 PAOK
0-1 Soualiho Meite ('18 )
0-2 Andrija Zivkovic ('23 )
0-3 Giannis Konstantelias ('42 )
1-3 Benjamin Andre ('57 )
2-3 Hamza Igamane ('68 )
2-3 Andrija Zivkovic ('70 , Misnotað víti)
2-4 Andrija Zivkovic ('74 )
3-4 Hamza Igamane ('78 )
Malmo FF 1 - 1 Dinamo Zagreb
1-0 Oscar Lewicki ('45 )
1-1 Cardoso Varela ('90 )
Freiburg 2 - 0 Utrecht
1-0 Yuito Suzuki ('20 )
2-0 Vincenzo Grifo ('45 )
Celta 2 - 1 Nice
1-0 Iago Aspas ('2 )
1-1 Mohamed-Ali Cho ('16 )
2-1 Borja Iglesias ('75 )
Rautt spjald: Jonathan Clauss, Nice ('38)
Young Boys 3 - 2 Ludogorets
0-1 Petar Stanic ('26 )
1-1 Rayan Raveloson ('45 )
2-1 Christian Fassnacht ('53 )
3-1 Chris Bedia ('63 , víti)
3-2 Ivan Yordanov ('90 )
Feyenoord 3 - 1 Panathinaikos
0-1 Karol Swiderski ('18 )
1-1 Givairo Read ('45 )
2-1 Anis Hadj Moussa ('55 )
3-1 Cyle Larin ('90 )
Athugasemdir

