Brann, lærisveinar Freys Alexanderssonar, byrja mjög vel í Evrópudeildinni en liðið er með sex stig eftir þrjár umferðir.
Liðið fékk Rangers í heimsókn en Danny Röhl stýrði Rangers í fyrsta sinn eftir að Russell Martin var látinn taka pokann sinn eftir mjög slæma byrjun á tímabilinu.
Liðið fékk Rangers í heimsókn en Danny Röhl stýrði Rangers í fyrsta sinn eftir að Russell Martin var látinn taka pokann sinn eftir mjög slæma byrjun á tímabilinu.
Eggert Aron Guðmundsson var í byrjunarliði Brann sem komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Emil Kornvig skoraði. Jacob Sörensen bætti öðru markinu við eftir tíu mínútna leik í seinni hállfeik.
Noah Holm innsiglaði öruggan sigur undir lok leiksins. Eggert spilaði allan leikinn en Sævar Atli Magnússon spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.
Aston Villa komst yfir snemma leiks gegn Go Ahead Eagles í Hollandi þegar Evann Guessand skoraði eftir vandræðagang í vörninni. Mathias Suray jafnaði metin þegar boltinn fór af varnarmanni og sveif yfir Emi Martinez og í netið.
Eftir klukkutíma leik komst Mats Deijl einn í gegn eftir langa sendingu fram völlinn og setti boltann framhjá Martinez og tryggði Go Ahead Eagles sigurinn. Bæði lið eru með sex stig.
Braga lagði Rauðu stjörnuna og er með fullt hús stiga ásamt Lyon sem lagði Basel.
Fenerbahce 1 - 0 Stuttgart
1-0 Muhammed Kerem Akturkoglu ('34 , víti)
SK Brann 3 - 0 Rangers
1-0 Emil Kornvig ('40 )
2-0 Jacob Lungi Sorensen ('55 )
3-0 Noah Holm ('79 )
Go Ahead Eagles 2 - 1 Aston Villa
0-1 Evann Guessand ('4 )
1-1 Mathis Suray ('42 )
2-1 Mats Deijl ('61 )
2-1 Emiliano Buendia ('79 , Misnotað víti)
Genk 0 - 0 Betis
Salzburg 2 - 3 Ferencvaros
1-0 Edmund Baidoo ('13 )
1-0 Barnabas Varga ('22 , Misnotað víti)
1-1 Barnabas Varga ('50 )
1-2 Kristoffer Zachariassen ('56 )
1-3 Bamidele Yusuf ('58 )
2-3 Yorbe Vertessen ('72 )
Lyon 2 - 0 Basel
1-0 Corentin Tolisso ('3 )
2-0 Afonso Moreira ('90 )
Braga 2 - 0 Crvena Zvezda
1-0 Fran Navarro ('22 )
2-0 Mario Dorgeles ('72 )
Steaua 1 - 2 Bologna
0-1 Jens Odgaard ('9 )
0-2 Thijs Dallinga ('12 )
1-2 Daniel Birligea ('54 )
Evrópudeild UEFA
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir