Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Scott Carson leggur hanskana á hilluna
Mynd: EPA
Enski markvörðurinn Scott Carson tilkynnti í dag að hanskarnir væru komnir á hilluna. Þessi fertugi markvörður yfirgaf Man City í sumar eftir sex ár hjá Man City.

Hann hóf ferilinn hjá Leeds árið 2003 en gekk til liðs við Liverpool árið 2005 en hann spilaði níu leiki fyrir Liverpool. Hann gekk til liðs við West Brom árið 2008.

Hann spilaði einnig með Bursaspor í Tyrklandi, Wigan og Derby áður en hann gekk til liðs við Man City.

Hann var hluti af liði Liverpool sem vann Meistaradeildina árið 2005 og liði Man City sem vann Meistaradeildina árið 2023. Hann spilaði aðeins tvo leiki fyrir City.

„Eftir magnað ferðalag milli stangana er tími til kominn að leggja hanskana á hilluna. Fótboltinn gaf mér allt, minningar, vinasambönd og augnablik sem ég mun aldrei gleyma. Ég vil þakka öllum liðsfélögum, þjálfurum, stuðningsmönnum og félögum sem hafa verið hluti af ferðalaginu. Þetta hefur verið heiður," skrifaði Carson á Instagramsíðu sína.



Athugasemdir
banner