Klukkan 14:00 fer fram úrslitaleikur Vestra og KR í lokaumferð Bestu deildarinnar. Sigurliðið mun halda sæti sínu í deildinni. Vestri er í 10. sæti og KR er í 11. sæti fyrir leikinn.
Vestra gæti dugað jafntefli í leiknum, en þá má Afturelding ekki vinna ÍA á sama tíma.
Búið er að tilkynna byrjunarliðin og má sjá þau hér að neðan.
Vestra gæti dugað jafntefli í leiknum, en þá má Afturelding ekki vinna ÍA á sama tíma.
Búið er að tilkynna byrjunarliðin og má sjá þau hér að neðan.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 5 KR
Jón Þór Hauksson, þjálfari Vestra, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn Aftureldingu um síðustu helgi. Morten Hansen kemur inn og tekur við fyrirliðabandinu af Elmari Atla Garðarssyni sem tekur sér sæti á bekknum. Cafu Phete og Gunnar Jónas Hauksson koma inn fyrir þá Guðmund Arnar Svavarsson og Johannes Selven sem eru á bekknum.
Það er spurning hvort Jón Þór sé að fara í þriggja manna miðvarðalínu eða haldi sig við fjögurra manna varnarlínu. Liðsvalið býður upp á bæði.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerir eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn ÍBV um síðustu helgi.
Alexander Helgi Sigurðarson tekur út leikbann og í hans stað kemur Aron Þórður Albertsson.
Byrjunarlið Vestri:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
5. Thibang Phete
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic
8. Ágúst Eðvald Hlynsson
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Michael Akoto
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Guðmundur Andri Tryggvason
11. Aron Sigurðarson (f)
16. Matthias Præst
17. Luke Rae
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
28. Hjalti Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 3. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 4. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir


