Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leeds og West Ham: Sex breytingar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nýliðar Leeds taka á móti West Ham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Liðin eigast við í níundu umferð deildartímabilsins þar sem Leeds er komið með 8 stig á meðan Hamrarnir eiga ekki nema 4 stig.

Daniel Farke þjálfari Leeds breytir fjórum byrjunarliðsmönnum frá tapi í nýliðaslag gegn Burnley í síðustu umferð. Lucas Perri fer á milli stanganna, Jaka Bijol kemur í varnarlínuna, Ao Tanaka tyllir sér á miðjuna og Noah Okafor byrjar í sóknarlínunni.

Þeir koma inn í byrjunarliðið fyrir Karl Darlow, Pascal Struijk, Anton Stach og Jack Harrison sem setjast á bekkinn.

Nuno Espírito Santo tók við West Ham fyrir um mánuði síðan en liðið á enn eftir að ná í stig undir hans stjórn. Hann gerir tvær breytingar á liðinu sem tapaði á heimavelli gegn Brentford á mánudaginn.

Aaron Wan-Bissaka spilar í bakverði í staðinn fyrir Kyle Walker-Peters sem sest á bekkinn og þá kemur Malick Diouf inn á miðjuna fyrir Mateus Fernandes.

Leeds: Perri, Bogle, Rodon, Bijol, Gudmundsson, Ampadu, Longstaff, Tanaka, Aaronson, Okafor, Calvert-Lewin
Varamenn: Darlow, Justin, Struijk, Gruev, Stach, Harrison, James, Nmecha, Piroe

West Ham: Areola, Scarles, Todibo, Kilman, Wan-Bissaka, Diouf, Soucek, Irving, Summerville, Bowen, Paqueta
Varamenn: Hermansen, Walker-Peters, Igor, Wilson, Fernandes, Rodriguez, Magassa, Potts, Marshall
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Leeds 9 3 2 4 8 13 -5 11
14 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
15 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
16 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 6 19 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner
banner