Það fóru þrír leikir fram í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag þar sem Al-Ittihad tók á móti Al-Hilal í risaslag.
Þar mættust þjálfararnir Simone Inzaghi og Sergio Conceicao, sem byrjuðu síðustu leiktíð við stjórnvölinn hjá ítölsku stórveldunum AC Milan og Inter.
Lærlingar Inzaghi í liði Al-Hilal höfðu betur í dag, þar sem Marcos Leonardo innsiglaði sigurinn í seinni hálfleik eftir sjálfsmark Mahamadou Doumbia fyrir leikhlé.
Danilo Pereira, N'Golo Kanté, Fabinho, Houssem Aouar, Moussa Diaby og Karim Benzema voru meðal byrjunarliðsmanna heimamanna í liði Al-Ittihad.
Til samanburðar voru Rúben Neves, Kalidou Koulibaly, Sergej Milinkovic-Savic, Theo Hernández, Darwin Núnez og Malcom í byrjunarliði gestanna, ásamt markverðinum Yassine Bounou.
Al-Hilal er í þriðja sæti með 14 stig eftir 6 umferðir eftir sigurinn í dag. Al-Ittihad situr eftir með 10 stig.
Alexandre Lacazette lagði þá upp í 1-1 jafntefli hjá Neom SC gegn Al-Khaleej. Bæði lið eru jöfn Al-Ittihad með 10 stig.
Í þeim leik mátti finna leikmenn á borð við Saïd Benrahma, Joshua King og Ahmed Hegazy á vellinum.
Að lokum sigraði Al-Fateh 2-1 gegn Al-Ettifaq. Moussa Dembélé skoraði eina mark Al-Ettifaq úr vítaspyrnu.
Georginio Wijnaldum, Jack Hendry, Marek Rodak og Ondrej Duda voru í byrjunarliði Al-Ettifaq sem er aðeins með 7 stig eftir 6 umferðir.
Al-Ittihad 0 - 2 Al-Hilal
0-1 Mahamadou Doumbia, sjálfsmark ('41)
0-2 Marcos Leonardo ('57)
Neom 1 - 1 Al-Khaleej
0-1 Saleh Al-Amri ('16)
1-1 Luciano Rodriguez ('34)
Al-Fateh 2 - 1 Al-Ettifaq
1-0 Fahal Al-Zubaidi ('45+4)
1-1 Moussa Dembele ('49, víti)
2-1 Jorge Fernandes ('64)
Athugasemdir



