ÍBV og KA eigast við í lokaumferð Bestu deildar karla klukkan 12:00 á Hásteinsvelli í dag en þetta er hreinn úrslitaleikur um Forsetabikarinn.
Lestu um leikinn: ÍBV 3 - 4 KA
KA leiðir baráttuna með 36 stig í efsta sæti neðri hlutans en ÍBV er í öðru sæti með 33 stig.
Akureyringum dugir stig til þess að taka Forsetabikarinn í ár, en búið er að tilkynna byrjunarliðin.
Óskar Elías Zoega Óskarsson stýrir Eyjamönnum í fjarveru Þorláks Más Árnasonar sem tekur út leikbann, en alls eru fimm breytingar á liðinu.
Hjörvar Daði Arnarsson kemur í markið í stað Marcel Zapytowski sem er í banni og þá koma þeir Nökkvi Már Nökkvason, Birgir Ómar Hlynsson, Þorlákur Breki Baxter og Arnar Breki Gunnarsson einnig inn í liðið. Alex Freyr Hilmarsson er ekki með í dag, en hann verður í hlutverki aðstoðarþjálfara og þá fara þeir Sverrir Páll Hjaltested, Arnór Ingi Kristinsson og Felix Örn Friðriksson á bekkinn.
Fjórar breytingar eru gerðar á liði KA. Rodrigo Gomes Mateo, Ásgeir Sigurgeirsson, Markús Máni Pétursson og Valdimar Logi Sævarsson byrja allir. Birgir Baldvinsson tekur út leikbann og þá eru þeir Andri Fannar Stefánsson og Bjarni Aðalsteinsson á bekknum. Jóan Símun Edmundsson er ekki með vegna meiðsla.
Byrjunarlið ÍBV:
31. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
4. Nökkvi Már Nökkvason
5. Mattias Edeland
7. Jorgen Pettersen
14. Arnar Breki Gunnarsson
21. Birgir Ómar Hlynsson
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
30. Vicente Valor
45. Þorlákur Breki Þ. Baxter
Byrjunarlið KA:
12. Jonathan Rasheed (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson
17. Birnir Snær Ingason
23. Markús Máni Pétursson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
44. Valdimar Logi Sævarsson
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 26 | 10 | 6 | 10 | 41 - 46 | -5 | 36 |
| 2. ÍBV | 26 | 9 | 6 | 11 | 31 - 33 | -2 | 33 |
| 3. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
| 4. Vestri | 26 | 8 | 5 | 13 | 25 - 39 | -14 | 29 |
| 5. KR | 26 | 7 | 7 | 12 | 50 - 61 | -11 | 28 |
| 6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir



