Ali Basem Almosawe, oft kallaður Almo, er farinn frá Víkingi en samningur hans við félagið átti að renna út í lok árs.
TIpsbladet greinir frá því að hann verði ekki áfram hjá Víkingi og sé að æfa með HIK í dönsku C-deildinni og möguleiki að hann semji þar.
TIpsbladet greinir frá því að hann verði ekki áfram hjá Víkingi og sé að æfa með HIK í dönsku C-deildinni og möguleiki að hann semji þar.
Almo þótti á sínum tíma gríðarlegt efni og voru risafélög í Evrópu á eftir honum. PSG, Real Madrid, Barcelona, Lyon, Atalanta, Chelsea, Bayern og Manchester United voru nefnd í umfjöllun BT fyrir tæpum áratug síðan. Hann þótti það mikið efni að hann var kallaður 'Mini-Messi'.
Hann hefur ekki náð að uppfylla þær væntingar sem gerðar voru til hans. Hann er 23 ára vængmaður sem fæddur er í Kaupmannahöfn og er með bæði danskan og írakskan ríkisborgararétt.
Víkingar fengu inn Almo frá Danmörku í vor en hann náði ekki að stimpla sig almennilega inn í liðið og var lánaður til Njarðvíkur í glugganum. Kantmaðurinn spilaði níu deidlarleiki með Víkingi og níu leiki fyrir Njarðvík.
Athugasemdir




