Daði Berg Jónsson var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar 2025. Hann lék frábærlega með Vestra fyrri hluta tímabilsins, var þá á láni frá Víkingi og var kallaður til baka í glugganum. Hann meiddist svo og náði ekkert að spila með Víkingi seinni hlutann.
Hann er staddur á Ísafirði að fylgjast með úrslitaleik Vestra og KR í Bestu deildinni. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir leikinn.
Hann er staddur á Ísafirði að fylgjast með úrslitaleik Vestra og KR í Bestu deildinni. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir leikinn.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 5 KR
„Ég held að þetta verði hörku leikur og síðan munu mínir menn í Vestra sigla þessu heim, 1-0 eða 2-1."
„Ég held það verði meira stress KR megin, við í Vestra þekkjum það að spila leiki þar sem allt er undir, tveir leikir á Laugardalsvelli síðustu tvö ár og fallbaráttuslagur í fyrra. Við munum nýta reynsluna," segir Daði.
Hann er staddur á Ísafirði í fríi. „Ég er búinn að vera í kringum liðið, spilaði alla mína leiki hér og þetta eru mínir menn. Víkingar eru búnir að sigla þessu heim, þannig það er fínt að vera hérna."
„Andinn er geggjaður eins og vanalega, Jón Þór er kominn inn og liðið er ekki búið að tapa með hann. Vonandi gengur það áfram þannig."
Daði þakkaði fyrir nafnbótina. „Gaman að sjá að þó að ég hafi bara spilað fyrri hlutann þá skilaði það sínu," segir Daði Berg.
Leikur Vestra og KR hefst klukkan 14:00 og fer fram á Kerecis-vellinum.
Athugasemdir






















