Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
   lau 25. október 2025 13:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísafirði
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Berg Jónsson var valinn efnilegasti leikmaður Bestu deildarinnar 2025. Hann lék frábærlega með Vestra fyrri hluta tímabilsins, var þá á láni frá Víkingi og var kallaður til baka í glugganum. Hann meiddist svo og náði ekkert að spila með Víkingi seinni hlutann.

Hann er staddur á Ísafirði að fylgjast með úrslitaleik Vestra og KR í Bestu deildinni. Fótbolti.net ræddi við hann fyrir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR

„Ég held að þetta verði hörku leikur og síðan munu mínir menn í Vestra sigla þessu heim, 1-0 eða 2-1."

„Ég held það verði meira stress KR megin, við í Vestra þekkjum það að spila leiki þar sem allt er undir, tveir leikir á Laugardalsvelli síðustu tvö ár og fallbaráttuslagur í fyrra. Við munum nýta reynsluna,"
segir Daði.

Hann er staddur á Ísafirði í fríi. „Ég er búinn að vera í kringum liðið, spilaði alla mína leiki hér og þetta eru mínir menn. Víkingar eru búnir að sigla þessu heim, þannig það er fínt að vera hérna."

„Andinn er geggjaður eins og vanalega, Jón Þór er kominn inn og liðið er ekki búið að tapa með hann. Vonandi gengur það áfram þannig."


Daði þakkaði fyrir nafnbótina. „Gaman að sjá að þó að ég hafi bara spilað fyrri hlutann þá skilaði það sínu," segir Daði Berg.

Leikur Vestra og KR hefst klukkan 14:00 og fer fram á Kerecis-vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner