Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
   lau 25. október 2025 13:41
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Sjötti sigur Coventry í röð
Lærisveinar Frank Lampard eru óstöðvandi
Lærisveinar Frank Lampard eru óstöðvandi
Mynd: EPA
Jack Clarke skoraði sigurmark Ipswich
Jack Clarke skoraði sigurmark Ipswich
Mynd: Ipswich Town
Lærisveinar Frank Lampard í Coventry City unnu sjötta leikinn í röð í ensku B-deildinni í dag og eru nú með fjögurra stiga forystu á toppnum.

Coventry hefur verið á flugi undir Lampard og ekki enn tapað leik í deildinni.

Liðið vann sannfærandi 3-1 sigur á Watford á Coventry Building Society Arena í dag en öll mörk heimamanna komu í fyrri hálfleiknum.

Brandon Thomas-Asante og Jamie Allen komu liðinu í 2-0 á fyrstu sjö mínútum leiksins áður en Tatsuhiro Sakamoto bætti við þriðja markinu undir lok fyrri hálfleiks.

Vont varð verra fyrir Watford aðeins nokkrum mínútum síðar er James Abankwah, varnarmaður liðsins, fékk beint rautt spjald er hann fór aftan í Haji Wright sem var kominn í dauðafæri.

Manni færri tókst Watford að minnka muninn í 3-1 með vítaspyrnumarki Imran Louza en lengra komust gestirnir ekki og fögnuðu heimamenn sjötta sigrinum í röð.

Coventry er á toppnum með 28 stig og er áfram taplaust eftir tólf umferðir.

Ipswich Town lagði WBA að velli, 1-0, á Portman Road.

Varamaðurinn Jack Clarke skoraði sigurmarkið þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Ipswich er í 12. sæti með 16 stig en WBA í sætinu fyrir ofan með 17 stig.

Stoke City vann öflugan 1-0 útisigur á Portsmouth á Fratton Park.

Eina mark leiksins var sjálfsmark frá Ástralanum Hayden Matthews á 70. mínútu.

Stoke fer upp í 3. sæti deildarinnar með 21 stig en Portsmouth með 13 stig í 17. sæti.

Ipswich Town 1 - 0 West Brom
1-0 Jack Clarke ('83 )

Coventry 3 - 1 Watford
1-0 Brandon Thomas-Asante ('3 )
2-0 Jamie Allen ('7 )
3-0 Tatsuhiro Sakamoto ('42 )
3-1 Imran Louza ('68 , víti)
Rautt spjald: James Abankwah, Watford ('44)

Portsmouth 0 - 1 Stoke City
0-1 Hayden Matthews ('70 , sjálfsmark)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 12 8 4 0 34 9 +25 28
2 Middlesbrough 12 7 3 2 15 8 +7 24
3 Millwall 12 7 2 3 14 13 +1 23
4 Bristol City 12 6 4 2 20 11 +9 22
5 Stoke City 12 6 3 3 13 8 +5 21
6 Hull City 12 6 3 3 20 19 +1 21
7 Preston NE 12 5 4 3 15 12 +3 19
8 Charlton Athletic 12 5 3 4 13 10 +3 18
9 QPR 12 5 3 4 15 17 -2 18
10 Leicester 12 4 5 3 15 12 +3 17
11 West Brom 12 5 2 5 12 14 -2 17
12 Ipswich Town 11 4 4 3 17 13 +4 16
13 Wrexham 12 4 4 4 16 16 0 16
14 Watford 12 4 3 5 14 16 -2 15
15 Southampton 12 3 6 3 13 15 -2 15
16 Birmingham 12 4 3 5 11 15 -4 15
17 Swansea 12 3 5 4 11 12 -1 14
18 Derby County 12 3 5 4 13 16 -3 14
19 Portsmouth 12 3 4 5 10 13 -3 13
20 Oxford United 12 3 3 6 13 14 -1 12
21 Norwich 12 2 3 7 12 17 -5 9
22 Sheffield Utd 12 3 0 9 9 20 -11 9
23 Blackburn 11 2 1 8 8 17 -9 7
24 Sheff Wed 12 1 3 8 9 25 -16 -6
Athugasemdir
banner