Lárus Orri Sigurðsson hefur gert nýjan tveggja ára samning við ÍA og um að vera aðalþjálfari liðsins til loka keppnistímabilsins 2027.
Lárus tók við ÍA í erfiðri stöðu í sumar en liðið fór á ótrúlegt skrið og er búið að tryggja áframhaldandi veru í Bestu deildinni þegar lokaumferðin er eftir.
Hér að neðan má sjá tilkynningu ÍA:
Lárus tók við ÍA í erfiðri stöðu í sumar en liðið fór á ótrúlegt skrið og er búið að tryggja áframhaldandi veru í Bestu deildinni þegar lokaumferðin er eftir.
Hér að neðan má sjá tilkynningu ÍA:
Tilkynning ÍA
Knattspyrnufélagið ÍA hefur komist að samkomulagi við Lárus Orra Sigurðsson um að framlengja samning hans sem aðalþjálfara meistaraflokks karla til loka keppnistímabilsins 2027.
Lárus Orri tók við liðinu í sumar og leiddi það til frábærs árangurs þegar ÍA tryggði sér sæti í efstu deild eftir erfiða byrjun í mótinu.
Við fögnum þessum frábæru tíðindum og hlökkum til að halda áfram samstarfinu með Lárusi Orra á komandi árum.
Athugasemdir



