Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeild kvenna: Þægilegt fyrir Stelpurnar okkar
Eimskip
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norður-Írland 0 - 2 Ísland
0-1 Glódís Perla Viggósdóttir ('30)
0-2 Ingibjörg Sigurðardóttir ('75)

Lestu um leikinn: Norður-Írland 0 -  2 Ísland

Stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu heimsóttu Norður-Írland í fyrri umspilsleiknum um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

Ísland var miklu betra liðið á vellinum og tók forystuna á 30. mínútu þegar Glódís Perla Viggósdóttir skallaði aukaspyrnu frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur í netið.

Stelpurnar sóttu mikið í leiknum og komust oft nálægt því að skora en tókst ekki að bæta við forystuna fyrr en í seinni hálfleik.

Þar var Ingibjörg Sigurðardóttir á ferðinni með skalla eftir hornspyrnu frá Karólínu Leu, sem lagði bæði mörk leiksins upp úr föstum leikatriðum.

Heimakonur í liði Norður-Íra voru erfiðari við að eiga í síðari hálfleiknum en sköpuðu þó aldrei raunverulega hættu við mark Íslands.

Lokatölur 0-2 fyrir Íslandi en sigurinn hefði hæglega getað verið stærri. Skyldusigur í seinni leiknum til að tryggja sæti í A-deild.

Heimaleikurinn verður spilaður á Laugardalsvelli næsta þriðjudag.



Athugasemdir
banner