Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dyche eftir fyrsta sigurinn: Mikil vinna framundan
Mynd: EPA
Sean Dyche fagnaði sigri í sínum fyrsta leik undir stjórn Nottingham Forest í kvöld þegar liðið vann sterkan sigur á Porto. Þetta var fyrsta tap Porto á tímabilinu en liðið hafði aðeins gert eitt jafntefli í öllum keppnum.

„Frábært. Þetta hafði mikla þýðingu. Leikmennirnir hafa gengið í gegnum ýmislegt og stuðningsmennirnir líka. Við höfum verið með þeim í tvo daga og þeir hafa innleitt þetta mjög hratt. Þetta er byrjun. Það er mikið meira í vændum en þetta er byrjun," sagði Dyche.

„Ég vil spila langa bolta og teygja úr liðunum. Það gefur okkur meira svigrúm til að spila. Við fengum tækifæri í seinni hálfleik til að sýna fram á yfirburði okkar. Það var gott að við skoruðum annað markið til að klára leikinn."

„Ég sagði við strákana að þetta væri byrjun og það væri mikil vinna framundan. Nú þurfum við að halda áfram að byggja ofan á þetta. Við megum ekki hugsa þannig að það sé búið að svara öllum spurningum. Þetta er ferðalag og þetta er góð byrjun."
Athugasemdir
banner
banner