
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í sumar keypt til ítalska liðsins Inter Milan frá þýska liðinu Bayern München. Karólína er nú stödd í Belfast þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir norður írska liðinu í umspili Þjóðadeildarinnar.
Karólína ræddi við Fótbolta.net um fyrstu mánuðina á Ítalíu á hóteli íslenska landsliðsins í Belfast fyrr í dag.
„Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög fínir, ég fíla Ítalann. Smá öðruvísi að koma til Ítalíu frá Þýskalandi, menningin öðruvísi. Fótboltinn er mjög skemmtilegur og ég kem vel inn í þetta.“
„Þetta er mjög tæknileg deild, gaman fyrir mig að prófa eitthvað nýtt. En það er mikið álag, Ítalinn æfir mikið. Ég meiddist smá um daginn en ég er komin til baka og spennt fyrir næstu árum.“
Liðsfélagi Karólínu í bæði Inter og landsliðinu er markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir.
„Það er alltaf gott að hafa einn Íslending með sér og við erum mjög nánar þannig það er hrikalega gott.“