Sölvi Geir Ottesen (Víkingur)
Sölvi Geir Ottesen gerði Víking að Íslandsmeistara á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari. Hann er þjálfari ársins 2025 að mati Fótbolta.net en valið var opinberað í útvarpsþættinum.
„Tekur við góðu búi en þarf að finna sína línu sem þjálfari, þarf að gera breytingar á miðju tímabili. Svo var liðið bara ótrúlega sannfærandi og á góðu skriði þegar það tryggði sér titilinn. Hann er besti þjálfarinn í þessari deild 2025," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
„Tekur við góðu búi en þarf að finna sína línu sem þjálfari, þarf að gera breytingar á miðju tímabili. Svo var liðið bara ótrúlega sannfærandi og á góðu skriði þegar það tryggði sér titilinn. Hann er besti þjálfarinn í þessari deild 2025," segir Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.
Sölvi var í viðtali við Fótbolta.net á dögunum þar sem hann var spurður hvort að hann væri búinn að gera upp tímabilið og hvernig það væri að stýra liðinu á sínu fyrsta tímabili.
„Já, þú gerir það svolítið samhliða tímabilinu. Þú ert alltaf að efast mikið um sjálfan þig, ég held að allir þjálfarar gangi í gegnum það, efast ákvörðunartöku sína og efast hvort þeir séu að gera rétt. Ég held að það sé hollt, til þess að læra af hlutum þarftu að vera sjálfsgagnrýninn. Þetta var mjög lærdómsríkt ár fyrir mig sem nýr þjálfari. Ég hef aldrei þjálfað á ævinni, aldrei þjálfað 2., 3. flokk eða neitt. Þetta var fyrsta giggið mitt sem aðalþjálfari.," sagði Sölvi.
„Það var ekki bara að þetta hafi verið fyrsta starfið mitt, heldur var þetta líka stórt starf. Miklar kröfur og væntingar gerðar. Þetta reyndi alveg á ég viðurkenni það, en það var aldrei neinn efi í mér að ég gæti þetta ekki. Ég veit að maður lærir á leiðinni, maður tekur þessu sem er og aðlagast umhverfinu. Ég var líka með virkilega gott teymi með mér.“

Sjá einnig:
Sölvi Geir Ottesen besti þjálfarinn 2024
Arnar Gunnlaugsson besti þjálfarinn 2023
Óskar Hrafn Þorvaldsson besti þjálfarinn 2022
Arnar Gunnlaugsson besti þjálfarinn 2021
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2020
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2019
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2018
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Athugasemdir


