Sigurjón Daði Harðarson, markmaður Fjölnis, er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að yfirgefa Fjölni. Fjölnir féll úr Lengjudeildinni í ár og verður í 2. deild á næsta tímabili.
Hann verður samningslaus 16. nóvember og það virðist sem svo að hann verði ekki áfram í Grafarvogi. Hann hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki fengið tilboð um nýjan samning frá Fjölni.
Sigurjón Daði er fæddur árið 2001, hann varði mark Fjölnis í þrettán leikjum á þessu tímabili en hann glímdi við meiðsli sem settu strik í reikninginn. Hann var fyrst aðalmarkmaður Fjölnis tímabilið 2021 og varði mark liðsins 2022 og 2023.
Hann verður samningslaus 16. nóvember og það virðist sem svo að hann verði ekki áfram í Grafarvogi. Hann hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki fengið tilboð um nýjan samning frá Fjölni.
Sigurjón Daði er fæddur árið 2001, hann varði mark Fjölnis í þrettán leikjum á þessu tímabili en hann glímdi við meiðsli sem settu strik í reikninginn. Hann var fyrst aðalmarkmaður Fjölnis tímabilið 2021 og varði mark liðsins 2022 og 2023.
Sigurjón Daði á að baki 17 leiki fyrir unglingalandsliðin. Sjö leiki fyrir U16, níu leiki með U17 og einn með U18.
Athugasemdir



