Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Efnilegastur 2025 - Allt lék í lyndi þegar hann var kallaður til baka
Daði Berg Jónsson (Vestri)
Daði Berg er besti ungi leikmaður tímabilsins.
Daði Berg er besti ungi leikmaður tímabilsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði og liðsfélagar fagna marki gegn Breiðabliki.
Daði og liðsfélagar fagna marki gegn Breiðabliki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net, sem var frumfluttur í dag, var opinberað val á þeim bestu í Bestu deild karla 2025. Daði Berg Jónsson hefur verið valinn efnilegasti leikmaðurinn.

Í deild og bikar spilaði Daði alls þrettán leiki fyrir Vestra og var algjör lykilmaður, skoraði sjö mörk og átti tvær stoðsendingar. Þegar hann yfirgefur félagið og fer svo á meiðslalistann er liðið í efri hlutanum og komið í bikarúrslit.

Hann fór til Vestra á láni frá Víkingi og naut sín gríðarlega vel.

„Lífið leikur við mann fyrir vestan og það er bara að njóta. Ég dýrka að vera hérna með þessum gaurum. Þetta er alvöru liðsheild og það er rétt sem fólk segir, þetta er ein stór fjölskyldustemning," sagði Daði í útvarpsþættinum Fótbolti.net eftir fyrstu þrjár umferðarinar.

Daði hélt upp á nítján ára afmæli sitt í sumar og spennandi verður að sjá hann á næsta tímabili.



„Ég horfi ekki á hann sem 18 ára leikmann, ég horfi á hann sem svona þrítugan reynslubolta," sagði Valur Gunnarsson, sérfræðingur Fótbolta.net, eftir að Vestri sló Breiðablik út úr Mjólkurbikarnum.

„Ekki bara fótboltalega séð, þetta viðtal við hann í bikarmörkunum á RÚV eftir þennan leik, ég hef séð menn sem eru í alvöru þrítugir og vandræðalegri en hann," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Sjá einnig:
Gísli Gottskálk Þórðarson efnilegastur 2024
Eggert Aron Guðmundsson efnilegastur 2023
Kristall Máni Ingason efnilegastur 2022
Sævar Atli Magnússon efnilegastur 2021
Valgeir Lunddal efnilegastur 2020
Finnur Tómas Pálmason efnilegastur 2019
Willum Þór Willumsson efnilegastur 2018
Alex Þór Hauksson efnilegastur 2017
Böðvar Böðvarsson efnilegastur 2016
Oliver Sigurjónsson efnilegastur 2015
Aron Elís Þrándarson efnilegastur 2014
Hólmbert Friðjónsson efnilegastur 2013
Útvarpsþátturinn - Dómsdagur rennur upp í Bestu
Athugasemdir
banner
banner