Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 25. október 2025 14:39
Elvar Geir Magnússon
KR komst yfir og jöfnunarmark Vestra var ranglega dæmt af
Guðmundur Andri kom KR yfir.
Guðmundur Andri kom KR yfir.
Mynd: Eva Rós Ólafsdóttir
Eins og staðan er núna í fallbaráttu lokaumferðar Bestu deildarinnar eru KR og Afturelding á leið niður.

Guðmundur Andri Tryggvason kom KR yfir á 16. mínútu en strax á eftir skoraði Vestri jöfnunarmark sem var ranglega dæmt af.

„Túfa kemur boltanum í netið en Eðvarð lyftir flagginu. Lítur út fyrir að hafa verið kolrangur dómur! Túfa var sýndist mér samsíða sendingarmanninnum. Þetta gæti reynst dýrt!" skrifaði Sæbjörn Steinke í textalýsingu frá Ísafirði. Í endursýningum í útsendingu Sýnar sést að dómurinn var hreinlega rangur og mark Vestra hefði átt að standa.

KR er því yfir þegar nokkrar mínútur eru eftir af fyrri hálfleik en liðið verður að vinna til að halda sér í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 KR






Athugasemdir