Eins og staðan er núna í fallbaráttu lokaumferðar Bestu deildarinnar eru KR og Afturelding á leið niður.
Guðmundur Andri Tryggvason kom KR yfir á 16. mínútu en strax á eftir skoraði Vestri jöfnunarmark sem var ranglega dæmt af.
„Túfa kemur boltanum í netið en Eðvarð lyftir flagginu. Lítur út fyrir að hafa verið kolrangur dómur! Túfa var sýndist mér samsíða sendingarmanninnum. Þetta gæti reynst dýrt!" skrifaði Sæbjörn Steinke í textalýsingu frá Ísafirði. Í endursýningum í útsendingu Sýnar sést að dómurinn var hreinlega rangur og mark Vestra hefði átt að standa.
KR er því yfir þegar nokkrar mínútur eru eftir af fyrri hálfleik en liðið verður að vinna til að halda sér í Bestu deildinni.
Guðmundur Andri Tryggvason kom KR yfir á 16. mínútu en strax á eftir skoraði Vestri jöfnunarmark sem var ranglega dæmt af.
„Túfa kemur boltanum í netið en Eðvarð lyftir flagginu. Lítur út fyrir að hafa verið kolrangur dómur! Túfa var sýndist mér samsíða sendingarmanninnum. Þetta gæti reynst dýrt!" skrifaði Sæbjörn Steinke í textalýsingu frá Ísafirði. Í endursýningum í útsendingu Sýnar sést að dómurinn var hreinlega rangur og mark Vestra hefði átt að standa.
KR er því yfir þegar nokkrar mínútur eru eftir af fyrri hálfleik en liðið verður að vinna til að halda sér í Bestu deildinni.
Lestu um leikinn: Vestri 1 - 5 KR
Vestri rændir löglegu marki
— Hafsteinn Árnason (@h_arnason) October 25, 2025
KSÍ og ránið á Vestfjörðum
— Stefán Jóhannsson (@llcoolsteee) October 25, 2025
KR að fá hjálp til að halda ser i deildinni frá þessum agæta bloðrusel a linunni
— Eyþór Helgi (@EysiBirgis) October 25, 2025
Dómaranefnd KSÍ hefur lagt línurnar, það Á að halda KR uppi.
— KonniWaage (@konninn) October 25, 2025
Athugasemdir


