Aston Villa byrjaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni illa en hafði unnið fimm leiki í röð áður en liðið tapaði gegn Go Ahead Eagles í Evrópudeildinni í dag.
Evann Guessand kom Aston Villa yfir en Go Ahead Eagles vann leikinn að lokum 2-1.
Evann Guessand kom Aston Villa yfir en Go Ahead Eagles vann leikinn að lokum 2-1.
„Dagurinn í dag sýndi okkur hvað það er erfitt að spila á útivelli í Evrópu. Við vorum með yfirhöndina en gerðum mistök og fengum á okkurfæri. Við þurfum að sætta okkur við það. Það er enn verk að vinna. Við höfum rofið það góða form sem við höfum verið í og ??ég vona að við náum okkur fljótt," sagði Emery.
„Markið þeirra hjálpaði þeim að finna styrk. Við verðum að reyna forðast mark eins og annað markið. Fyrsta markið kom í föstu leikatriði. Við vorum með yfirhöndina í seinni hálfleik en við fengum á okkur nokkur færi og þeir voru mjög þolinmóðir. Þeir áttu þetta skilið."
Emi Buendia gat jafnað metin undir lok leiksins en hann klikkaði á vítaspyrnu.
„Emi Buendia fékk ábyrgðina í dag. Hann er venjulega góð vítaskytta en klikkaði í dag. Það gerðist og við reynum að fá klínískari færi. Sancho, John McGinn, Morgan Rogers geta líka tekið vítaspyrnur," sagði Emery.
Athugasemdir



