Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
   fös 24. október 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birta Georgs spáir í lokaumferð Bestu deildarinnar
Birta Georgsdóttir fagnar marki með Blikum í sumar.
Birta Georgsdóttir fagnar marki með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birta spáir því að sínir menn nái Evrópusæti.
Birta spáir því að sínir menn nái Evrópusæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Og að KR haldi sér uppi.
Og að KR haldi sér uppi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nik Chamberlain var með tvo rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Bestu deildar karla.

Lokaumferðin fer fram um helgina og þar er barátta um Evrópusæti og að halda sér uppi. Birta Georgsdóttir, besti leikmaður Bestu deildar kvenna, ætlar að reyna að gera betur en þjálfarinn sinn þegar hún spáir í síðustu leiki deildarinnar.

Efri hluti
FH 2 - 2 Fram (14:00 á morgun)
Ekki mikið undir í þessum leik en þrátt fyrir það held ég að hann verði opinn og skemmtilegur.

Víkingur R. 3 - 1 Valur (16:15 á morgun)
Víkingar hafa verið á siglingu og ég sé ekkert stoppa þá núna. Valsarar munu hinsvegar gefa þeim hörku leik og staðan verður 1-1 í hálfleik en Víkingarnir setja 2 í seinni og vinna hann örugglega á heimavelli.

Stjarnan 0 - 2 Breiðablik (14:00 á sunnudag)
Ég hef trú á Blikunum, þeir tryggja sér Evrópustæti í Garðabænum með sannfærandi sigri. Valgeir verður allt í öllu, setur eitt og fiskar víti sem Höskuldur klárar svo.

Neðri hluti
ÍBV 1 - 2 KA (12:00 á morgun)
Það verður erfitt að fara til Eyja en KA menn slaka ekkert á eftir síðasta leik. Sverrir Páll skorar fyrir Eyjamenn í fyrri hálfleik en það dugar ekki þar sem KA skorar tvö í seinni.

Vestri 0 - 2 KR (14:00 á morgun)
Þessi leikur verður rosalegur! Ég held að hann verði lokaður og mikið stress hjá báðum liðum, enda mikið undir. KR–ingar ná að skora snemma og staðan verður 0-1 lengi, þeir skora svo aftur í uppbótartíma og ná að halda sér uppi.

ÍA 0 - 1 Afturelding (14:00 á morgun)
ÍA búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en Afturelding heldur enn í vonina. Ég spái því að Afturelding vinni þennan leik 1-0, verða þéttir tilbaka og skora eitt úr skyndisókn.

Fyrri spámenn:
Ási Haralds (5 réttir)
Eggert Aron (5 réttir)
Bjössi Hreiðars (4 réttir)
Aron Guðmunds (4 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Dóri Gylfa (3 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Nik Chamberlain (2 réttir)
Sigfús Fannar (2 réttir)
Arnar Sveinn (2 réttir)
Reynir Haralds (2 réttir)
Adam Árni (2 réttir)
Gummi Júl (2 réttir)
Valur Gunnars (2 réttir)
Hinrik Harðar (2 réttir)
Einar Jónsson (2 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Einar Freyr (2 réttir)
Andrea Rut (1 réttur)
Kári Sigfússon (1 réttur)
Leifur Þorsteins (1 réttur)
Brynjar Kristmundsson (0 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í deildinni eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 26 16 6 4 56 - 31 +25 54
2.    Valur 26 13 6 7 61 - 44 +17 45
3.    Stjarnan 26 12 6 8 48 - 42 +6 42
4.    Breiðablik 26 10 9 7 43 - 40 +3 39
5.    FH 26 8 9 9 46 - 42 +4 33
6.    Fram 26 9 6 11 37 - 37 0 33
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 10 6 10 41 - 46 -5 36
2.    ÍBV 26 9 6 11 31 - 33 -2 33
3.    ÍA 26 10 1 15 36 - 50 -14 31
4.    Vestri 26 8 5 13 25 - 39 -14 29
5.    KR 26 7 7 12 50 - 61 -11 28
6.    Afturelding 26 6 9 11 36 - 45 -9 27
Athugasemdir
banner