Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fim 23. október 2025 20:09
Elvar Geir Magnússon
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Valgeir var besti maður vallarins.
Valgeir var besti maður vallarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson var besti maður vallarins þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við KuPS, finnsku meistarana, í Sambandsdeildinni í dag. Blikar fengu svo sannarlega tækifæri til að vinna leikinn, meðal annars klúðruðu þeir vítaspyrnu.

Eruð þið ekki bara drullusvekktir að hafa ekki unnið þennan leik?

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

„Við erum svekktir, við stóðum okkur gríðarlega vel og fengum tækifæri til að klára þennan leik. Það er bara ömurlegt að hafa ekki fengið þrjú stig. En þetta var fyrsti leikur undir Óla (Ólafs Inga Skúlasonar þjálfara) og við spiluðum mjög vel í dag. Við munum bara byggja ofan á þetta. Þetta var fyrsta stig Blika í Sambandsdeildinni og við getum verið stoltir af því," svaraði Valgeir.

„Við fengum góð færi sem ekki nýttust. Það kemur vonandi í næsta leik, gegn Stjörnunni."

Það var svekkjandi að sjá vítaspyrnuna frá Höskuldi Gunnlaugssyni fara framhjá.

„Mjög svekkjandi. Hann er ein besta vítaskytta í deildinni og maður hefur mikla trú á honum. Það er bara gríðarlega svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti en við stöndum þétt við bakið á honum. Það er bara næsti leikur."

Það urðu þjálfaraskipti hjá Breiðabliki í vikunni þegar Halldór Árnason var rekinn. Hvernig hafa þessir dagar verið?

„Þetta hefur verið mjög erfitt. Það var sjokkerandi fyrir hópinn að fá þessar fréttir. Dóri hefur gert mikið fyrir Blika."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Valgeir sig meðal annars um leikinn gegn Stjörnunni í lokaumferðinni á sunnudag en þar þarf Breiðablik að vinna með tveimur til að tryggja sér Evrópusæti.
Athugasemdir