Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   fim 23. október 2025 20:09
Elvar Geir Magnússon
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Valgeir var besti maður vallarins.
Valgeir var besti maður vallarins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Valgeirsson var besti maður vallarins þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við KuPS, finnsku meistarana, í Sambandsdeildinni í dag. Blikar fengu svo sannarlega tækifæri til að vinna leikinn, meðal annars klúðruðu þeir vítaspyrnu.

Eruð þið ekki bara drullusvekktir að hafa ekki unnið þennan leik?

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

„Við erum svekktir, við stóðum okkur gríðarlega vel og fengum tækifæri til að klára þennan leik. Það er bara ömurlegt að hafa ekki fengið þrjú stig. En þetta var fyrsti leikur undir Óla (Ólafs Inga Skúlasonar þjálfara) og við spiluðum mjög vel í dag. Við munum bara byggja ofan á þetta. Þetta var fyrsta stig Blika í Sambandsdeildinni og við getum verið stoltir af því," svaraði Valgeir.

„Við fengum góð færi sem ekki nýttust. Það kemur vonandi í næsta leik, gegn Stjörnunni."

Það var svekkjandi að sjá vítaspyrnuna frá Höskuldi Gunnlaugssyni fara framhjá.

„Mjög svekkjandi. Hann er ein besta vítaskytta í deildinni og maður hefur mikla trú á honum. Það er bara gríðarlega svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti en við stöndum þétt við bakið á honum. Það er bara næsti leikur."

Það urðu þjálfaraskipti hjá Breiðabliki í vikunni þegar Halldór Árnason var rekinn. Hvernig hafa þessir dagar verið?

„Þetta hefur verið mjög erfitt. Það var sjokkerandi fyrir hópinn að fá þessar fréttir. Dóri hefur gert mikið fyrir Blika."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Valgeir sig meðal annars um leikinn gegn Stjörnunni í lokaumferðinni á sunnudag en þar þarf Breiðablik að vinna með tveimur til að tryggja sér Evrópusæti.
Athugasemdir
banner
banner