Valgeir Valgeirsson var besti maður vallarins þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við KuPS, finnsku meistarana, í Sambandsdeildinni í dag. Blikar fengu svo sannarlega tækifæri til að vinna leikinn, meðal annars klúðruðu þeir vítaspyrnu.
Eruð þið ekki bara drullusvekktir að hafa ekki unnið þennan leik?
Eruð þið ekki bara drullusvekktir að hafa ekki unnið þennan leik?
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0 KuPS
„Við erum svekktir, við stóðum okkur gríðarlega vel og fengum tækifæri til að klára þennan leik. Það er bara ömurlegt að hafa ekki fengið þrjú stig. En þetta var fyrsti leikur undir Óla (Ólafs Inga Skúlasonar þjálfara) og við spiluðum mjög vel í dag. Við munum bara byggja ofan á þetta. Þetta var fyrsta stig Blika í Sambandsdeildinni og við getum verið stoltir af því," svaraði Valgeir.
„Við fengum góð færi sem ekki nýttust. Það kemur vonandi í næsta leik, gegn Stjörnunni."
Það var svekkjandi að sjá vítaspyrnuna frá Höskuldi Gunnlaugssyni fara framhjá.
„Mjög svekkjandi. Hann er ein besta vítaskytta í deildinni og maður hefur mikla trú á honum. Það er bara gríðarlega svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti en við stöndum þétt við bakið á honum. Það er bara næsti leikur."
Það urðu þjálfaraskipti hjá Breiðabliki í vikunni þegar Halldór Árnason var rekinn. Hvernig hafa þessir dagar verið?
„Þetta hefur verið mjög erfitt. Það var sjokkerandi fyrir hópinn að fá þessar fréttir. Dóri hefur gert mikið fyrir Blika."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar tjáir Valgeir sig meðal annars um leikinn gegn Stjörnunni í lokaumferðinni á sunnudag en þar þarf Breiðablik að vinna með tveimur til að tryggja sér Evrópusæti.
Athugasemdir






















