Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
banner
   fös 24. október 2025 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca var ósáttur með Guiu - Delap spilar í næstu viku
,,Heppinn að vera með Estevao í hópnum"
Mynd: Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca þjálfari Chelsea svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir leik helgarinnar gegn Sunderland.

Chelsea tók á móti Ajax í Meistaradeildinni í miðri viku og gerði Maresca tíu breytingar á byrjunarliðinu sem hafði lagt Nottingham Forest að velli í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Mikið af ungum leikmönnum fengu tækifæri og nýttu þau í 5-1 sigri. Maresca ræddi meðal annars um Marc Guiu, Estevao og Liam Delap á fréttamannafundi.

„Ég spjallaði við Marc Guiu fyrir tveimur vikum og sagði honum að mér líkaði ekki við framlagið hans á æfingum. Hann tók þetta til sín og gjörbreyttist, hann hefur verið óaðfinnanlegur síðan við áttum samtalið. Hann er tilbúinn til þess að byrja leiki eins og hann sýndi gegn Ajax, það er ekki spurning," sagði Maresca sem var einnig spurður út í Liam Delap. Guiu var endurkallaður úr láni hjá Sunderland þegar Delap meiddist í ágúst.

„Liam verður ekki með á morgun en hann getur tekið þátt í næsta leik þar á eftir, já."

Þetta þýðir að Delap gæti verið með í deildabikarnum gegn Wolves á miðvikudaginn eða í nágrannaslagnum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

„Ég er heppinn að vera með Estevao í hópnum, hann er með frábært hugarfar. Stundum erum við þjálfarar áhyggjufullir að vera með unga leikmenn í hópnum. Þeir eiga kannski einn góðan leik og halda að þeir séu bestir í heimi, en Estevao er ekki þannig. Hann er kurteis og hógvær og vill alltaf læra meira og bæta sig í fótbolta.

„Hann býr yfir mögnuðum gæðum og getur spilað margar stöður. Að mínu mati er hann ekki ósvipaður Cole Palmer sem tegund af leikmanni og getur eflaust orðið frábær tía í framtíðinni. Hann þarf bara smá tíma.

„Cole (Palmer) byrjaði úti á kanti hjá Man City. Hann fékk ekki að spila í tíunni fyrr en hann var búinn að byggja meiri massa á sig. Estevao getur farið sömu leið og orðið tía eins og Cole."


Estevao er 18 ára gamall og hefur komið að þremur mörkum í ellefu leikjum með Chelsea.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Leeds 9 3 2 4 9 14 -5 11
14 Brentford 8 3 1 4 11 12 -1 10
15 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
16 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner