17 ára gamall Harry Gray er búinn að gera sinn fyrsta atvinnumannasamning við Leeds United.
Gray þykir mikið efni en hann hefur komið við sögu í einum leik með meistaraflokki.
Hann er sóknarleikmaður og hefur nú þegar leikið 14 sinnum fyrir yngri landslið Englands.
Bróðir hans, Archie Gray, er tveimur árum eldri og einnig alinn upp hjá Leeds. Archie leikur talsvert aftar á vellinum og er lykilmaður í sterku U21 landsliði Englands, auk þess að hafa komið við sögu í 46 keppnisleikjum á sínu fyrsta tímabili eftir félagaskipti til Tottenham.
Gray bræðurnir koma úr mikilli fótboltafjölskyldu þar sem Andy Gray faðir þeirra lék fyrir Leeds United auk þess að leika tvo landsleiki fyrir Skotland og var afi hans, Frank Gray, mikilvægur hlekkur bæði í Leeds og skoska landsliðinu. Frændi hans Eddie Gray var kantmaður Leeds allan ferilinn og lék einnig fyrir skoska landsliðið.
Gray bræðurnir kusu þó England framyfir Skotland enda fæddir og uppaldir í Leeds.
?? Leeds United is delighted to announce Harry Gray has put pen to paper on a first professional contract with the club
— Leeds United (@LUFC) October 21, 2025
Athugasemdir



