fös 24. október 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Bruno að spila 300. leikinn: Á mér enn drauma með Man Utd
Bruno Fernandes spilar á morgun sinn 300. leik með Manchester United.
Bruno Fernandes spilar á morgun sinn 300. leik með Manchester United.
Mynd: Manchester United
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, segir að hann muni ekki ræða framtíð sína við neinn þar til eftir HM á næsta ári. Þessi 31 árs miðjumaður spilar á morgun sinn 300. leik fyrir Manchester United.

Bruno hefur aðeins misst af 17 leikjum síðan hann var keyptur á 47 milljónir punda frá Sporting í Lissabon í janúar 2020.

Hann veit að hann getur ekki losnað frá umræðu um framtíð sína en í sumar hafnaði hann risatilboði frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Heimildir herma að hann hafi ekki áhuga á að fara til Sádi-Arabíu á næsta ári.

„Eins og ég hef alltaf sagt: Mér líður vel hérna og á mér enn drauma með liðinu. Það hafa verið sögusagnir um að ég sé með samkomulag um að fara á næsta ári. Ég hef hinsvegar ekki rætt við neinn," segir Bruno.

„Fjölskyldu minni líður mjög vel hérna. Krakkarnir elska að fara í skólann og elska lífið hér. Meira að segja þrátt fyrir veðrið!"

Manchester United vonast til að vinna sinn þriðja leik í röð þegar liðið mætir Brighton klukkan 16:30 á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner