Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Viðtal við Elmar Atla
Viðtal við Magnús Má
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Viðtal við Luke Rae
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
banner
   lau 25. október 2025 15:12
Brynjar Ingi Erluson
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Þorlákur Árnason
Þorlákur Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Már Árnason, þjálfari ÍBV, var vonsvikinn með frammistöðu liðsins í síðari hálfleik í 4-3 tapinu gegn KA um Forsetabikarinn í lokaumferð Bestu deildar karla í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 3 -  4 KA

Eyjamenn gátu unnið Forsetabikarinn en til þess þurfti liðið að vinna KA.

Staðan var 2-2 í hálfleik en Þorlákur, sem tók út leikbann í dag, var ósáttur með frammistöðuna í síðari hálfleik.

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara gríðarlega skemmtilegur og spila mjög vel í fyrri hálfleik og alger klaufamörk sem við fáum á okkur en seinni hálfleikurinn fór í tóma vitleysu. Auðvitað var það þannig að við þurftum að vinna til að fá Forsetabikarinn en þetta var eins og æfing í seinni hálfleik. Rosalega furðulegur fótboltaleikur og agaleysi hjá okkur. Það er 3-3 á 93. mínútu, miðvörðinn kominn fram og hinn miðvörðurinn á miðjunni til að flikka boltanum og enginn í vörn. Mjög kjánalegt og mjög ólíkt ÍBV-liðinu í sumar,“ sagði Þorlákur.

Hann grínaðist svo létt með það að leiknum hafi verið flýtt svo Hallgrímur Jónasson og lærisveinar hans gætu fagnað snemma í kvöld.

„Maður verður að viðurkenna að spennustigið hjá báðum liðum er lægra. Það er ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi geti fengið sér í kvöld snemma og þá er búið að setja tóninn. Við ákváðum að henda öllum inn og gefa þeim 25 mínútur og þá er Oliver að meiðast og farinn út af. Þannig þú færð þetta allt í andlitið,“ sagði Þorlákur við Fótbolta.net.

Hann fer einnig yfir leikmannamálin og hvernig upplifun það var að taka út leikbann í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner