Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 14:44
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Liverpool héldu fund eftir tapið gegn Man Utd
Liverpool svaraði taphrinunni með 5-1 sigri gegn Frankfurt í Meistaradeildinni.
Liverpool svaraði taphrinunni með 5-1 sigri gegn Frankfurt í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að leikmenn hafi haldið fund eftir tapið gegn Manchester United á sunnudag en hann vill ekki kalla það krísufund.

Liverpool tapaði fjórum leikjum í röð áður en liðið vann Eintracht Frankfurt.

„Það var þungt yfir mönnum á mánudag því við töpuðum heima gegn United. Við höfum ekki tapað mörgum leikjum á heimavelli á tíma mínum hjá Liverpool," segir Van Dijk.

„Það var þungt yfir svo við ræddum málun. Þetta var ekki krísufundur, það er bara október og við vitum að margt getur breyst. Stjórinn hélt auðvitað sinn fund en við leikmennirnir vorum með s´érstakan fund. Ég vildi segja ákveðna hluti. Þetta er ekki eitthvað sem ég geri eftir alla leiki. Höldum því þannig."

„Eina leiðin til að komast út úr stöðu eins og þessari er að snúa bökum saman, vera með hugann við verkefnið framundan, reyna að bæta sér, halda sjálfstraustinu og lifa í núinu. Þetta eru allt hlutir sem auðveldara er að segja en framkvæma."

„Í nútímasamfélagi er alltaf gagnrýni, það er alltaf verið að segja eitthvað og alltaf einhver sem veit betur en hinir. Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum."
Athugasemdir
banner
banner