29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 23. október 2025 20:49
Elvar Geir Magnússon
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur Ómarsson kom af bekknum hjá Breiðabliki í markalausa jafnteflinu gegn KuPS í Sambandsdeildinni í dag. Óli Valur spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn og sagði blendnar tilfinningar eftir leikinn.

„Svekkjandi en samt fín tilfinning. Við vorum góðir í dag og þetta er frammistað sem við viljum byggja ofan á. Við fengum fullt af góðum færum og áttum góðan dag fyrir utan það að ná ekki að pota boltanum inn. Við getum verið svekktir en sáttir við frammistöðuna," segir Óli Valur.

„Mér fannst við dóminera leikinn og það vantaði bara að rúlla boltanum yfir línuna."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

Á sunnudaginn leikur Breiðablik gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar. Óli Valur er fyrrum leikmaður Stjörnunnar en Blikar þurfa að vinna Garðbæinga með tveggja marka mun eða meira til að ná Evrópusætinu.

„Þetta er virkilega spennandi leikur. Ógeðslega mikið undir og tvö skemmtileg lið. Við þurfum að keyra á þetta og þetta verður líklega skemmtilegasti leikur sumarsins. Við höfum tækifæri til að koma okkur í Evrópu og við ætlum að nýta það," segir Óli Valur sem vonast eftir því að byrja þann leik.

„Auðvitað vill maður byrja, eins og alltaf."

Óli Valur er að klára sitt fyrsta tímabil hjá Breiðabliki og hefur hlotið talsverða gagnrýni. Hvernig lítur hann sjálfur á þetta tímabil?

„Þetta er búið að vera mjög erfitt. Okkur hefur ekkert gengið eitthvað geggjað vel. Frammistaðan fór að dala en við höldum bara áfram. Maður lærir mest í mótlæti."

Í viðtalinu ræðir Óli Valur meðal annars um þjálfarskiptin í vikunni og fleira.
Athugasemdir
banner