Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   fim 23. október 2025 20:49
Elvar Geir Magnússon
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur Ómarsson kom af bekknum hjá Breiðabliki í markalausa jafnteflinu gegn KuPS í Sambandsdeildinni í dag. Óli Valur spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn og sagði blendnar tilfinningar eftir leikinn.

„Svekkjandi en samt fín tilfinning. Við vorum góðir í dag og þetta er frammistað sem við viljum byggja ofan á. Við fengum fullt af góðum færum og áttum góðan dag fyrir utan það að ná ekki að pota boltanum inn. Við getum verið svekktir en sáttir við frammistöðuna," segir Óli Valur.

„Mér fannst við dóminera leikinn og það vantaði bara að rúlla boltanum yfir línuna."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

Á sunnudaginn leikur Breiðablik gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar. Óli Valur er fyrrum leikmaður Stjörnunnar en Blikar þurfa að vinna Garðbæinga með tveggja marka mun eða meira til að ná Evrópusætinu.

„Þetta er virkilega spennandi leikur. Ógeðslega mikið undir og tvö skemmtileg lið. Við þurfum að keyra á þetta og þetta verður líklega skemmtilegasti leikur sumarsins. Við höfum tækifæri til að koma okkur í Evrópu og við ætlum að nýta það," segir Óli Valur sem vonast eftir því að byrja þann leik.

„Auðvitað vill maður byrja, eins og alltaf."

Óli Valur er að klára sitt fyrsta tímabil hjá Breiðabliki og hefur hlotið talsverða gagnrýni. Hvernig lítur hann sjálfur á þetta tímabil?

„Þetta er búið að vera mjög erfitt. Okkur hefur ekkert gengið eitthvað geggjað vel. Frammistaðan fór að dala en við höldum bara áfram. Maður lærir mest í mótlæti."

Í viðtalinu ræðir Óli Valur meðal annars um þjálfarskiptin í vikunni og fleira.
Athugasemdir
banner