Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   fim 23. október 2025 20:49
Elvar Geir Magnússon
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli Valur Ómarsson.
Óli Valur Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur Ómarsson kom af bekknum hjá Breiðabliki í markalausa jafnteflinu gegn KuPS í Sambandsdeildinni í dag. Óli Valur spjallaði við Fótbolta.net eftir leikinn og sagði blendnar tilfinningar eftir leikinn.

„Svekkjandi en samt fín tilfinning. Við vorum góðir í dag og þetta er frammistað sem við viljum byggja ofan á. Við fengum fullt af góðum færum og áttum góðan dag fyrir utan það að ná ekki að pota boltanum inn. Við getum verið svekktir en sáttir við frammistöðuna," segir Óli Valur.

„Mér fannst við dóminera leikinn og það vantaði bara að rúlla boltanum yfir línuna."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  0 KuPS

Á sunnudaginn leikur Breiðablik gegn Stjörnunni í lokaumferð Bestu deildarinnar. Óli Valur er fyrrum leikmaður Stjörnunnar en Blikar þurfa að vinna Garðbæinga með tveggja marka mun eða meira til að ná Evrópusætinu.

„Þetta er virkilega spennandi leikur. Ógeðslega mikið undir og tvö skemmtileg lið. Við þurfum að keyra á þetta og þetta verður líklega skemmtilegasti leikur sumarsins. Við höfum tækifæri til að koma okkur í Evrópu og við ætlum að nýta það," segir Óli Valur sem vonast eftir því að byrja þann leik.

„Auðvitað vill maður byrja, eins og alltaf."

Óli Valur er að klára sitt fyrsta tímabil hjá Breiðabliki og hefur hlotið talsverða gagnrýni. Hvernig lítur hann sjálfur á þetta tímabil?

„Þetta er búið að vera mjög erfitt. Okkur hefur ekkert gengið eitthvað geggjað vel. Frammistaðan fór að dala en við höldum bara áfram. Maður lærir mest í mótlæti."

Í viðtalinu ræðir Óli Valur meðal annars um þjálfarskiptin í vikunni og fleira.
Athugasemdir
banner