Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fös 24. október 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Líður eins og ég geti loksins andað"
Mynd: EPA
Nottingham Forest vann kærkominn sigur í gær þegar liðið lagði Porto af velli í Evrópudeildinni en Porto var ósigrað fyrir leikinn. Forest vann í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar en sigurinn í gær var aðeins annar sigur liðsins á tímabilinu í öllum keppnum.

Þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sean Dyche en Morgan Gibbs-White, fyrirliða Forest, var létt eftir leikinn.

„Mér líður eins og ég geti loksins andað. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir, breytingarnar og slæm frammistaða, er bara ánægður að næla í fyrsta sigrinum úr síðustu níu leikjum," sagði Gibbs-White.

„Fyrsta sem stjórinn sagði var 'þið voruð með alvöru strúktúr og hann vill innleiða það og vill byggja ofan á það. Það var erfitt að brjóta okkur á bak aftur. Hefðum getað verið klínískari en við tökum sigrinum."

Gibbs-White vonar að þetta sé byrjunin á einhverju góðu.

„Vonandi, þetta er bara einn sigur og við höfum bara tekið nokkrar æfingar. Maður finnur móralinn á vellinum og innan liðsins, virkar meiri og orkumikill. Það er kredit á stjórann," sagði Gibbs-White.
Athugasemdir
banner
banner