Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 21:39
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Töfrandi kvöld sem fólk mun aldrei gleyma
Eggert Aron og félagar fagna.
Eggert Aron og félagar fagna.
Mynd: EPA
Norska liðið Brann, undir stjórn Freys Alexanderssonar, vann frækinn 3-0 sigur gegn skoska stórliðinu Rangers í Evrópudeildinni í kvöld. Brann er með sex stig eftir þrjár umferðir.

„Þetta var töfrandi kvöld. Ég talaði um að við hefðum tækifæri til að gefa fólkinu eitthvað sem það myndi aldrei gleyma, eitthvað sem leikmenn mynu aldrei gleyma. Rangers er það stórt félag að ég held að allir íbúar Bergen muni muna eftir þessu til lífstíðar," sagði Freyr við Viaplay eftir leikinn.

Eggert Aron Guðmundsson átti frábæran leik fyrir Brann en hann lék allan leikinn.

Norskir fjölmiðlar hlaða Brann lofi á meðan skoskir fjölmiðlar tala um að fyrsti leikur Rangers undir stjórn Þjóðverjans Danny Röhl hafi endað með stórslysi. Í grein Daily Record er samúð með stuðningsmönnum Rangers sem ferðuðust til Bergen og neyðast til að drekkja sorgum sínum í rándýrum norska bjórnum.



Athugasemdir
banner