ÍBV 3 - 4 KA
1-0 Vicente Rafael Valor Martínez ('23 )
1-1 Ingimar Torbjörnsson Stöle ('24 )
2-1 Hermann Þór Ragnarsson ('26 )
2-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('35 , víti)
2-3 Markús Máni Pétursson ('48 )
3-3 Sigurður Arnar Magnússon ('70 )
3-4 Birnir Snær Ingason ('94 )
Lestu um leikinn
1-0 Vicente Rafael Valor Martínez ('23 )
1-1 Ingimar Torbjörnsson Stöle ('24 )
2-1 Hermann Þór Ragnarsson ('26 )
2-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('35 , víti)
2-3 Markús Máni Pétursson ('48 )
3-3 Sigurður Arnar Magnússon ('70 )
3-4 Birnir Snær Ingason ('94 )
Lestu um leikinn
KA vann Forsetabikarinn eftirsótta eftir að hafa unnið dramatískan 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag.
Akureyringar voru með þriggja stiga forystu í efsta sæti neðri hlutans fyrir lokaumferðina en Eyjamenn í öðru sæti, aðeins þremur stigum frá KA.
Eyjamenn voru lengi vel að leiða baráttuna um Forsetabikarinn og ætluðu sér að veita KA samkeppni um hann, en Vicente Valor kom heimamönnum yfir á 23. mínútu með stórbrotnu marki.
Hann skaut boltanum fyrir utan teig og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið, en forysta Eyjamanna varði í tæpa mínútu.
Ingimar Torbjörnsson Stöle jafnaði metin með því að smella boltanum í fjærhornið.
Leikurinn var hin mesta skemmtun og þurftu áhorfendur ekki að bíða lengi eftir þriðja markinu, en það kom Eyjamegin. Hermann Þór Ragnarsson skoraði eftir frábæran undirbúning Vicente sem brunaði inn í teiginn, í gegnum vörn KA áður en hann lagði hann á yfirvegaðan Hermann sem tók eina snertingu áður en hann afgreiddi boltann í netið.
Vicente að spila frábærlega en hann kostaði heimamenn jöfnunarmark er hann missti boltann frá sér og braut klaufalega á Ásgeiri Sigurgeirssyni í teignum. Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði úr vítinu og staðan því 2-2 í hálfleik.
Gestirnir tóku forystuna á nýjan leik í upphafi síðari hálfleiks er hinn 19 ára gamli Markús Máni Pétursson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.
KA fékk hornspyrnu sem Rodrigo skallaði boltanum á fjær á Markús Mána sem stangaði boltanum í netið.
Áfram héldu KA-menn að ógna. Hallgrímur Mar átti hörkuskot í stöng og þá setti Dagur Ingi Valsson boltann rétt framhjá markinu, en Eyjamenn refsuðu fyrir þessi klúður.
Þeir höfðu ekki gefið upp von á að taka Forsetabikarinn og var það Sigurður Arnar Magnússon sem náði að kveikja neista hjá sínum mönnum með laglegu marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Hann fékk boltann frá Birgi Ómari og smellti honum hnitmiðað í fjærhornið.
Á 77. mínútu fékk Dagur Ingi algert dauðafæri. Hallgrímur Mar fékk boltann í teignum, lagði hann inn á Dag sem setti boltann á einhvern ótrúlegan hátt framhjá markinu.
Gestirnir voru líklegri til þess að skora sigurmarkið en fóru illa með góðar stöður. Sigurmarkið kom fyrir rest. Hallgrímur Mar lagði boltann inn á Dag Inga, sem var óeigingjarn, lagði boltann til hliðar á Birni Snæ Ingason sem skoraði örugglega af stuttu færi.
Frábær endir á tímabilinu hjá KA sem tekur Forsetabikarinn þriðja árið í röð. KA hafnaði í efsta sæti neðri hlutans með 39 stig en ÍBV í öðru sæti með 33 stig.
Besta-deild karla - Neðri hluti
| Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. KA | 27 | 11 | 6 | 10 | 45 - 49 | -4 | 39 |
| 2. ÍBV | 27 | 9 | 6 | 12 | 34 - 37 | -3 | 33 |
| 3. KR | 27 | 8 | 7 | 12 | 55 - 62 | -7 | 31 |
| 4. ÍA | 26 | 10 | 1 | 15 | 36 - 50 | -14 | 31 |
| 5. Vestri | 27 | 8 | 5 | 14 | 26 - 44 | -18 | 29 |
| 6. Afturelding | 26 | 6 | 9 | 11 | 36 - 45 | -9 | 27 |
Athugasemdir




