„Mér fannst við dóminera leikinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Smá ströggl í seinnni hálfleik, þær breyttu aðeins og minnkuðu plássið fyrir okkur. Samt sem áður engin hætta og góður sigur,“ sagði Diljá Ýr Zomers eftir 2-0 útisigur Íslands á Norður-Írum fyrr í kvöld.
„Við lögðum upp með það á æfingum að við yrðum meira með boltann og vorum að æfa í hvaða svæði við myndum fara og gerðum það vel á köflum í dag og ég held að við getum gert það enn betur heima.“
„Auðvitað hefðum við viljað skora fleiri mörk, sérstaklega úr opnum leik. Mér finnst við hafa getað gert það í fyrri hálfleik, áttum ætt stangarskot og tilraunir rétt framhjá. En heilt yfir var þetta flott.“
Lestu um leikinn: Norður-Írland 0 - 2 Ísland
Diljá kom inn á sem varamaður en engir varamannabekkir voru á vellinum í Ballymena og sátu leikmenn sem byrjuðu ekki inn á upp í stúku.
„Þetta var skrítið, en maður pælir ekkert í því. Maður situr, fylgist með og tekur inn hvað maður þarf að gera þegar og ef maður kemur inn á. Ég er alltaf klár og í dag gerði maður þetta úr stúkunni. En það var bara þannig,“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.























