| fös 24.okt 2025 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Fimm bestu kantmenn Bestu: Á leið í Lengjudeildina?
Fótbolti.net hefur sett saman nokkrar mismunandi dómnefndir til að velja fimm bestu leikmennina í mismunandi stöðum í Bestu deildinni. Núna er komið að því að útnefna fimm bestu kantmennina samkvæmt álitsgjöfum.
Einstaklingarnir í dómnefndunum eru vel valdir einstaklingar sem eru annað hvort að spila eða hafa spilað þá stöðu sem þeir voru beðnir um að setja saman lista úr. Þeir voru einfaldlega beðnir um að velja þá sem þeim finnst bestir heilt yfir - ekkert endilega bara á þessu tímabili þó það skipti auðvitað máli í valinu.
Þetta er þriðja árið í röð sem við tökum saman þessa lista en í ár verða þeir fleiri þar sem við bætum við tveimur stöðum - bakverðir og kantmenn en síðustu tvö ár voru leikmenn í þessum stöðum innifaldir í lista fyrir varnarmenn og sóknarmenn.
Kantmannadómnefndina skipuðu: Atli Guðnason (fyrrum kantmaður FH), Danijel Dejan Djuric (kantmaður Istra í Króatíu), Frosti Brynjólfsson (kantmaður Selfoss), Hafþór Ægir Vilhjálmsson (fyrrum kantmaður Vals og ÍA), Ísak Andri Sigurgeirsson (kantmaður Norrköping í Svíþjóð), Sigfús Fannar Gunnarsson (kantmaður Þórs) og Tómas Leifsson (fyrrum kantmaður FH, Fjölnis, Fram og Selfoss).
Sjá einnig:
5. Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Í fimmta sæti listans er Jónatan Ingi sem byrjaði tímabilið virkilega vel með Valsmönnum. „Einn besti leikmaður deildarinnar, Jónatan Ingi Jónsson. Hvar væri Valur án hans? Hann er maðurinn sem brýtur allt upp og allt gott sem gerist hjá Val er í kringum hann," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í upphafi tímabilsins.
En hann náði ekki að taka yfir þegar Patrick Pedersen meiddist. Þá hægðist á Jónatan, hann slökkti eiginlega bara á sér og Valur náði ekki að halda í toppsætið. Jónatan er samt sem áður einn af bestu leikmönnum deildarinnar, hæfileikar hans eru óumdeildir.
4. Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Fyrir ofan Jónatan á listanum er liðsfélagi hans, Tryggvi Hrafn. Þetta segir kannski svolítið mikið um það hversu sterk sóknarlína Vals er, en Patrick Pedersen verður án efa á listanum yfir bestu sóknarmennina. Það er líklega engin Höskuldarviðvörun að segja það.
Tryggvi Hrafn hefur átt mjög gott tímabil en þá aðallega þegar hann hefur verið að spila á kantinum. Eftir meiðsli Patrick Pedersen þá hefur hann svolítið verið að leysa það að spila sem fremsti maður og hann getur auðvitað gert það líka, en hann er bestur á kantinum og er einn besti leikmaður deildarinnar í þeirri stöðu. Tryggvi er með mikinn hraða, er mjög áræðinn og elskar að skora mörk.
3. Birnir Snær Ingason (KA)
Svo koma næstu tveir leikmenn líka úr sömu liði. Birnir Snær Ingason tekur þriðja sæti listans en hann kom heim í sumar eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð. Það bjuggust nú flestir við því að hann myndi semja við topplið á Íslandi, líklega við Víkinga þar sem hann spilaði svo vel áður. En annað kom á daginn og hann skrifaði undir hjá KA sem var þá í fallbaráttu.
KA bauð honum besta samninginn og það hefur verið vel þess virði. Innkoma Birnis hefur hjálpað KA gríðarlega en hann hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum og opnað mikið fyrir aðra leikmenn í kringum sig. KA-menn eru löngu orðnir öruggir í deildinni og innkoma Birnis í liðið hefur mikið um það að segja. Samningur hans rennur út eftir tímabilið og það verður eflaust mikil barátta um þjónustu hans.
2. Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Fyrir ofan Birni er svo liðsfélagi hans, Hallgrímur Mar. Hann virðist ekkert eldast. Hann fór hægt af stað á þessu tímabili reyndar og var á einum tímapunkti tekinn út úr liðinu. Það var ekki mikil ánægja með það hjá Grímsa en hann sýndi það svo bara inn á vellinum að það hefði verið bull og vitleysa.
Grímsi er með svo mikil gæði í löppunum að það er ótrúlegt og hann heldur bara áfram að töfra fyrir KA þó hann sé orðinn 35 ára gamall. „Stórkostlegur í dag. Tvö mörk og stoðsending frá galdramanninum. Seinna markið er eitt af mörkum ársins," skrifaði Daníel Smári Magnússon í skýrslu sinni frá Akureyri á dögunum þegar Hallgrímur Mar skoraði fyrir aftan miðju gegn ÍA. Hann var þá valinn sterkasti leikmaður umferðarinnar í annað sinn í sumar.
1. Aron Sigurðarson (KR)
Á toppi listans er svo leikmaður sem er í fallbaráttuliði, liði sem er á fallsvæðinu þegar ein umferð er eftir. Það er svo sannarlega ekki hægt að skella skuldinni á Aron Sigurðarson er að KR sé í fallsæti þessa stundina. Hann hefur þrátt fyrir það verið einn besti leikmaður deildarinnar.
Aron hefur skorað 16 mörk í 22 leikjum í deild og bikar í sumar, en það hefur ekki verið nóg til að lyfta KR upp sem er í raun ótrúlegt. Aron fékk fyrirliðabandið hjá KR fyrir tímabilið. „Aron er fyrirmynd fyrir alla aðra leikmenn liðsins varðandi hvernig hann æfir. Hann gengur fram með góðu fordæmi, bæði innan vallar og utan. Ég hef verið feikilega ánægður með hann," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fyrir tímabilið.
Á morgun kemur í ljós hvort KR fellur eða ekki en það er erfitt að sjá það að Aron Sigurðarson verði í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Hann er einfaldlega alltof, alltof góður fyrir það.
Sjá einnig:
5. Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Í fimmta sæti listans er Jónatan Ingi sem byrjaði tímabilið virkilega vel með Valsmönnum. „Einn besti leikmaður deildarinnar, Jónatan Ingi Jónsson. Hvar væri Valur án hans? Hann er maðurinn sem brýtur allt upp og allt gott sem gerist hjá Val er í kringum hann," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í upphafi tímabilsins.
En hann náði ekki að taka yfir þegar Patrick Pedersen meiddist. Þá hægðist á Jónatan, hann slökkti eiginlega bara á sér og Valur náði ekki að halda í toppsætið. Jónatan er samt sem áður einn af bestu leikmönnum deildarinnar, hæfileikar hans eru óumdeildir.
4. Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Fyrir ofan Jónatan á listanum er liðsfélagi hans, Tryggvi Hrafn. Þetta segir kannski svolítið mikið um það hversu sterk sóknarlína Vals er, en Patrick Pedersen verður án efa á listanum yfir bestu sóknarmennina. Það er líklega engin Höskuldarviðvörun að segja það.
Tryggvi Hrafn hefur átt mjög gott tímabil en þá aðallega þegar hann hefur verið að spila á kantinum. Eftir meiðsli Patrick Pedersen þá hefur hann svolítið verið að leysa það að spila sem fremsti maður og hann getur auðvitað gert það líka, en hann er bestur á kantinum og er einn besti leikmaður deildarinnar í þeirri stöðu. Tryggvi er með mikinn hraða, er mjög áræðinn og elskar að skora mörk.
3. Birnir Snær Ingason (KA)
Svo koma næstu tveir leikmenn líka úr sömu liði. Birnir Snær Ingason tekur þriðja sæti listans en hann kom heim í sumar eftir að hafa leikið með Halmstad í Svíþjóð. Það bjuggust nú flestir við því að hann myndi semja við topplið á Íslandi, líklega við Víkinga þar sem hann spilaði svo vel áður. En annað kom á daginn og hann skrifaði undir hjá KA sem var þá í fallbaráttu.
KA bauð honum besta samninginn og það hefur verið vel þess virði. Innkoma Birnis hefur hjálpað KA gríðarlega en hann hefur skorað fjögur mörk í ellefu leikjum og opnað mikið fyrir aðra leikmenn í kringum sig. KA-menn eru löngu orðnir öruggir í deildinni og innkoma Birnis í liðið hefur mikið um það að segja. Samningur hans rennur út eftir tímabilið og það verður eflaust mikil barátta um þjónustu hans.
2. Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Fyrir ofan Birni er svo liðsfélagi hans, Hallgrímur Mar. Hann virðist ekkert eldast. Hann fór hægt af stað á þessu tímabili reyndar og var á einum tímapunkti tekinn út úr liðinu. Það var ekki mikil ánægja með það hjá Grímsa en hann sýndi það svo bara inn á vellinum að það hefði verið bull og vitleysa.
Grímsi er með svo mikil gæði í löppunum að það er ótrúlegt og hann heldur bara áfram að töfra fyrir KA þó hann sé orðinn 35 ára gamall. „Stórkostlegur í dag. Tvö mörk og stoðsending frá galdramanninum. Seinna markið er eitt af mörkum ársins," skrifaði Daníel Smári Magnússon í skýrslu sinni frá Akureyri á dögunum þegar Hallgrímur Mar skoraði fyrir aftan miðju gegn ÍA. Hann var þá valinn sterkasti leikmaður umferðarinnar í annað sinn í sumar.
Hallgrímur Mar ????????#bestadeildin pic.twitter.com/Hkxb09n5qo
— Besta deildin (@bestadeildin) October 19, 2025
1. Aron Sigurðarson (KR)
Á toppi listans er svo leikmaður sem er í fallbaráttuliði, liði sem er á fallsvæðinu þegar ein umferð er eftir. Það er svo sannarlega ekki hægt að skella skuldinni á Aron Sigurðarson er að KR sé í fallsæti þessa stundina. Hann hefur þrátt fyrir það verið einn besti leikmaður deildarinnar.
Aron hefur skorað 16 mörk í 22 leikjum í deild og bikar í sumar, en það hefur ekki verið nóg til að lyfta KR upp sem er í raun ótrúlegt. Aron fékk fyrirliðabandið hjá KR fyrir tímabilið. „Aron er fyrirmynd fyrir alla aðra leikmenn liðsins varðandi hvernig hann æfir. Hann gengur fram með góðu fordæmi, bæði innan vallar og utan. Ég hef verið feikilega ánægður með hann," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, fyrir tímabilið.
Á morgun kemur í ljós hvort KR fellur eða ekki en það er erfitt að sjá það að Aron Sigurðarson verði í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Hann er einfaldlega alltof, alltof góður fyrir það.
Athugasemdir









