Preston 3 - 2 Sheffield United
0-1 Andre Brooks ('10 )
0-2 Callum O'Hare ('16 )
1-2 Lewis Dobbin ('45+4 )
2-2 Japhet Tanganga, sjálfsmark ('46)
3-2 Daniel Jebbison ('58 )
0-1 Andre Brooks ('10 )
0-2 Callum O'Hare ('16 )
1-2 Lewis Dobbin ('45+4 )
2-2 Japhet Tanganga, sjálfsmark ('46)
3-2 Daniel Jebbison ('58 )
Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á bekknum í svakalegum slag á milli Preston North End og Sheffield United í Championship deildinni, næstefstu deild enska boltans.
Andre Brooks og Callum O'Hare skoruðu snemma leiks til að koma gestunum frá Sheffield í tveggja marka forystu en heimamenn voru ekki á því að gefast upp.
Lewis Dobbin, sem er alinn upp hjá Everton, náði að minnka muninn fyrir Preston seint í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Heimamenn mættu grimmir til leiks út í síðari hálfleikinn og tókst þeim að snúa stöðunni við á fyrsta stundarfjórðungnum. Japhet Tanganga, uppalinn hjá Tottenham, skoraði sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks áður en Daniel Jebbison gerði það sem reyndist vera sigurmarkið á 58. mínútu.
Sheffield sótti mikið á lokakafla leiksins en tókst ekki að jafna metin, svo lokatölur urðu 3-2 fyrir Preston.
Stefán Teitur fékk að spila síðustu 15 mínúturnar en hann hefur fengið sáralítinn spiltíma að undanförnu.
Þetta eru dýrmæt stig fyrir Preston sem er með 19 stig eftir 12 umferðir og situr í umspilssæti sem stendur. Markmið tímabilsins er að ná umspilssæti til að eiga möguleika á langþráðu sæti í úrvalsdeildinni.
Sheffield er aðeins með 9 stig eftir arfaslaka byrjun á nýju tímabili.
Athugasemdir




