LDU Quito 3 - 0 Palmeiras
1-0 Gabriel Villamil ('16)
2-0 Lisandro Alzugaray ('27)
3-0 Gabriel Villamil ('45+2)
1-0 Gabriel Villamil ('16)
2-0 Lisandro Alzugaray ('27)
3-0 Gabriel Villamil ('45+2)
LDU Quito frá Ekvador tók á móti Palmeiras í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Copa Libertadores, suður-amerísku Meistaradeildinni, í nótt.
Heimamenn í Quito gerðu sér lítið fyrir og komust í þriggja marka forystu í fyrri hálfleik. Þeir vörðust vel eftir leikhlé og tókst að halda hreinu, svo lokatölur urðu 3-0.
Seinni leikurinn fer fram í brasilísku stórborginni Sao Paulo að viku liðinni. Takist Quito að komast áfram í úrslitaleikinn fær liðið tækifæri til að vinna keppnina í annað sinn, eftir að hafa komist í úrslitaleikinn og unnið 2008.
Flamengo frá Brasilíu spilar við Racing Club frá Argentínu í hinum undanúrslitaleiknum. Flamengo vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli.
Quito er aðeins eitt af tveimur félagsliðum frá Ekvador til að komast alla leið í úrslitaleik Copa Libertadores.
Independiente del Valle frá Ekvador komst í úrslitaleikinn 2016 en tapaði fyrir kólumbíska félaginu Atlético Nacional.
Quito vann Suður-Ameríkubikarinn, sem er svipaður Evrópudeildinni, 2023 og ekvadorsku deildina 2023 og 2024.
Athugasemdir





